Virðing...........

......eða kannski skortur á virðingu að einhverju leiti, er svona það hugtak sem mér hefur oftast dottið í hug að undanförnu og langar mig að nefna hér 4 dæmi um slíkt.

Í fyrsta lagi: Nú fjölgar stöðugt þeim fésbókar vinum mínum sem teljast til eldri borgara eða öryrkja, sem ákveða að flýja landið okkar vagna þess, í mörgum tilvikum, að þeir geta ekki lifað á eftirlaunum eða örorkubótunum sínum og neyðast því, í sumum tilvikum, til þess að flýja til annarra landa þar sem leiguhúsnæðið er ódýrara sem og allt uppihald. Mér finnst þetta vera ákveðið virðingarleysi við fólk, sem þrælað hefur alla sína ævi og hafa síðan ekki efni á því að lifa á landinu okkar og meira að segja þeir, sem hafa heilsu til að vinna hlutastarf, geta það ekki heldur vegna þess að þá skerðast bæturnar þeirra og ótrúlegt að hugsa til þess, að meira að segja í svona umdeildu landi eins og í Bandaríkjunum, þar eru lögin þannig að um leið og þú nærð 67 ára aldri, þá borgar þú ekkert oftar meiri skatta og mátt vinna eins mikið og þú vilt. 

Hjá okkur er þetta hins vegar þannig, að við erum skattpínd alveg fram á grafarbakkann og rúmlega það, því ef við skiljum eitthvað eftir okkur fyrir okkar afkomendur, þá þurfa þeir líka að kljást við skattkerfið. 

Ég kalla þetta algjört virðingarleysi fyrir fólki.

Í öðru lagi: Nýlega var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyja hugmynd um að óska eftir því við ríkið, að komið verði á þyrluflugi í neyðartilvikum. Hugmyndin sem slík er bara ágæt og í sjálfu sér ekkert að henni, en ég spyr nú samt. Í gegnum árin og áratugina hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök safnað miklum fjármunum til tækjakaupa og endurnýjunar á tækjum í sjúkrahúsi Vestmannaeyja og maður spyr, væri ekki nær að sýna þessum aðilum þá virðingu að berjast fyrir því, að hér verði aftur komið á þeirri heilsugæslu sem var í Vestmannaeyjum á árum áður með skurðstofu og hvað með virðingu fyrir unga fólkinu okkar sem er að eignast börnin sín og langar að sjálfsögðu að eignast þau hér í eyjum?

Hér í Vestmannaeyjum er stórt og mikið sjúkrahús, ágætlega tækjum búið, með frábæru starfsfólki sem í raun og veru getur leyst flest þau vandamál sem upp koma, var ekki nær að berjast fyrir því heldur en að ætla að leysa allt með einhverri þyrlu?

Höfum líka í huga að ekki hef ég séð nein staðar borið saman kostnaðartölur á því, hvað þetta neyðarflug kostar á ársgrundvelli, né heldur hvað það kostar að manna skurðstofu í Vestmannaeyjum. Höfum einnig í huga alla biðlistana á höfuðborgarsvæðinu. Væri ekki alveg kjörið að nýta sjúkrahúsið okkar betur og reyna þá að semja við ríkið um að yfirtaka sérstakar aðgerðir af einhverju tagi amk. yfir vetrarmánuðina, því hér í Vestmannaeyjum er nóg gistipláss og nóg af veitingastöðum til að þjóna stórum hóp af sjúklingum, ef út í það er farið. 

Kannski ekki beint virðingarleysi í þessu, en það mætti klárlega skoða þessi mál aðeins betur.

Í þriðja lagi: Ég ætla að hrósa núverandi bæjarstjórnar meirihluta fyrir það að sýna gamla góða Fiskasafninu okkar þá virðingu að opna það aftur. Ég er einn af þeim fjöl mörgu sjómönnum, sem hafa í gegnum árin fært safninu allskonar fiska og einhverja fugla á árum áður og tek því heilshugar undir allt það jákvæða sem sagt hefur verið í því sambandi. Vonandi finnst síðan í framhaldinu góð framtíðar lausn fyrir safnið, en ég nefni þetta aðallega vegna þess að ég las bókun minnihlutans í bæjarstjórn og þessi setning vakti athygli mína:

Það hefur alltaf legið fyrir, að ekki færi allt úr fiskasafni okkar niður í Fiskiðju.

Nú sat ég í 2 nefndum á síðasta kjörtímabili, þar sem málefni Fiskiðjunnar voru rædd. Einnig skrifaði ég grein um Fiskiðjuna í fyrra vor, þar sem ég einmitt fjallaðu um áhyggjur mínar á því, hvað yrði um þetta merka safn okkar í höndunum á þeim sem reka safnið í Fiskiðjunni, þessa setningu frá minnihlutanum hef ég hins vegar aldrei heyrt áður. Hins vegar getur hún að sjálfsögðu hafa komið fram eftir að ég hætti í nefndunum.

Að öðru leiti óska ég fyrst og fremst meirihlutanum til hamingju með það, að sýna safninu okkar þá virðingu að opna það aftur.

Í fjórða lagi: Eitt af þeim málum sem ég tók upp á síðasta kjörtímabili var málefni Gaujulundar. Þáverandi meirihluti hafði ekki áhuga á málinu og ég hafði áhyggjur af því framan af að núverandi meirihluti hafði ekki áhuga á því heldur, en nú er búið að setja kraft í málið og sýna Gaujulundi þá virðingu sem staðurinn á skilið og ekki bara Gaujulundi, heldur líka loksins komið til móts við þá aðila sem sinnt hafa viðhaldi Gaujulunds árum saman launalaust og ég ætla að nota þetta tækifæri og hrósa öllum sem komið hafa að málinu, hvort sem er í meiri eða minnihluta og ekki hvað síst því fólki sem unnið hefur þarna í sjálfboðastarfi af virðingu og ást fyrir staðnum, kærar þakkir allir.

Virðingarfyllst 

Georg Arnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband