Pólitíkin og Hafró

Arthúr Bogason er með mjög athyglisverða grein um daginn, þar sem hann fjallar um þá staðreynd að tjón þjóðarinnar vegna núverandi kvótakerfis og ráðgjafar Hafró, í þeim efnum, nemur hundruðum milljarða frá því 1984. 

En skoðum aðeins vandamálið frá sjónarhorni Hafró, með mínum augum, en svona leit fyrsta úthlutun 1984 út, ég ætla að sleppa magninu en telja bara upp tegundirnar.

1984 er þetta svona:

Þorskur

Ýsa 

Ufsi 

Karfi

Skarkoli

Grálúða

Steinbítur 

 

En svona lítur þetta út í dag:

Þorskur

Ufsi

Ýsa

Karfi 

Djúpkarfi

Grálúða

Gulllax

Steinbítur

Skarkoli

Úthafsrækja

Þorskur-Rússlandi

Langa

Þorskur-Noregi

Keila

Þykkvalúra

Litli karfi

Rækja við Snæfellsnes

Rækja í Djúpi

Skötuselur

Blálanga

Sandkoli

Kolmunni

Arnarfjarðarrækja

Norsk-íslensk síld

Loðna

Humar 

Síld

Skrápflúra

Við þetta má síðan bæta makrílnum, augljóslega, sem og sæbjúgum. Enn fremur hefur fráfarandi ríkisstjórn beitt sér fyrir því að koma grásleppunni í kvóta og allt byggir þetta meira og minna, að mestu leyti, á þessu blessaða togararalli, en hvers vegna er þetta svona og hvers vegna er búið að kvótasetja svona margar tegundir og af hverju?

Valdimarsdómurinn

Ef ég man rétt, þá féll Valdimarsdómurinn svokallaði 1998, en með honum var ekki lengur hægt að neita neinum um veiðileyfi, en þáverandi sjávarútvegsráðherra Árni M. Matthiesen sá sér leik á borði og sló af því svokallaða þorskaflamarkskerfi (besta kvótakerfi sem smábátar hafa nokkurn sinni getað róið eftir) og kvótasetti þá um leið ma. tegundir eins og keilu og löngu, sem ma. annars fyrirtæki eins og Vísir í Grindavík hafði ítrekað óskað eftir, enda eiga þeir í dag meira og minna öll löngu og keilu mið á Íslandi, sem reyndar eru nánast algjörlega verðlaus í dag vegna aðferðarfræði Hafró við að reikna út stofnstærð á þessum tegundum, sem þeir sumir amk. gera sjálfir grín að, en um það hef ég fjallað áður. 

Síðasta stóra kvótasetning á tegundum átti sér stað, ef ég man rétt, fyrir ca. 7 árum síðan, í forsetatíð Sigmundar Davíðs, þáverandi formann Framsóknarflokksins, núverandi formann Miðflokksins og með núverandi formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga sem sjávarútvegsráðherra, en þá voru settar í kvóta tegundir eins og blálanga, litli karfi, gulllax, hlýri og fleiri, sem allar hafa hrunið við kvótasetningu og eru í dag fyrst og fremst notaðar í tilfærslu og til þess að búa til veð fyrir hagsmunaaðila. 

Lokaorð

Þegar maður skoðar þessar kvótasetningar frá 1998, þá er augljóst mál að eitthvað togararall mun aldrei geta reiknað út stofnstærðir á fjölmörgum að þessum tegundum. Hafró hefur því þurft að leita annarra leiða til þess að reikna út stofnstærð á fjölmörgum tegundum, sem lítið og ekkert veiðast í togararallinu. Sumar af þeim aðferðum standast svo sannarlega ekki skoðun og eiginlega alveg með ólíkindum að við séum jafnvel komin niður í það að veiða 10% af því magni af sumum tegundum sem við vorum að veiða fyrir kvótasetningu.

Það er því augljóst mál, að það besta sem við gætum gert, ekki bara fyrir okkur öll sem og lífríkið í hafinu, heldur líka fyrir Hafró, væri að fækka kvótabundnum tegundum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband