Kvótinn

2. júní 2007 :

Hafrannsóknastofnun – allt í þorskinum í sögulegu lágmarki - leggur til að heildarafli minnki um þriðjung

Hafrannsóknastofnun kynnti í dag tillögur sínar um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Skemmst er frá því að segja að stofnunin leggur til að heildarafli í þorski verði 130 þúsund tonn sem er 63 þúsund tonnum minna en leyfilegt er að veiða á þessu ári. Stofnunin telur stærð veiðistofnsins vera nálægt sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarks afrakstur. Þá segir í skýrslu stofnunarinnar að „nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki.“

Í öðrum helstu tegundum sem smábátar veiða er tillaga Hafró þessi – í sviga er leyfilegur heildarafli á yfirstandandi fiskveiðiári.


Þorskur……….130………………..(193)
Ýsa………………95…………………(105)
Ufsi……………..60…………………..(80)
Steinbítur…….11…………………...(13)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Þetta er 23 ára afrakstur kvótastefnunnar til verndunar þorskstofninum.Er að blogga um þessi mál í dag og reyndar undanfarna dag.

Kristján Pétursson, 2.6.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er verst að Samfylkinngin hefur enga stefnu í sjávarútvegsmálum.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

þetta er eitthvað svvvooooooo laannnnnnnngt og mjótt!

Heiða Þórðar, 3.6.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heiða, farðu heim til Axels hann er jafn þurfandi og þú.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 01:03

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm.. Færeyjingar hentu kvótakerfinu, ætli íslendingar muni gera slíkt hið sama eða halda áfram að slá hausnum við stein?

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:01

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Já Ester, í Færeyjum snúast fiskveiðar um atvinnu , en hér  snýst þetta bara um peninga.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband