6.6.2007 | 07:47
Gott dæmi um röng vinnubrögð hjá Hafró
Afladagbækur nánast ekkert notaðar við ákvörðun um heildarafla
Í dag fjallaði stjórn Landssambands smábátaeigenda um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meðal gesta á fundinum voru sjávarútvegsráðherra, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og sérfræðingar á stofnuninni.
Fram kom í máli sjávarútvegsráðherra að hann ætlar sér góðan tíma til að fara yfir skýrslu Hafró. Hann hyggst og bíða eftir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann fól fyrir réttu ári að skoða áhrif af niðurskurði veiðiheimilda á byggðirnar. Einar sagðist mundu leita eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og hafa samráð jafnt við stjórnarliða sem stjórnarandstæðinga.
Sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að í gildi væri aflaregla sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir réttu ári. Samkvæmt gögnum Hafró gæfi hún 178 þús. tonna heildarafla í þorski. Væri ekki gerðar breytingar á aflareglunni stæði sú tala.
Sérfræðingar og forstjóri Hafrannsóknastofnunar fóru yfir helstu atriði úr skýrslu stofnunarinnar. Sérstaklega var þar vikið að þorski, ýsu, steinbít og ufsa. Þá hlýddu þeir á mál stjórnarmanna og svöruðu fyrispurnum.
Meðal þess sem spurt var um var vægi einstakra vísindagagna í útreikningi á stofnstærð. Svarið kom verulega á óvart. Togarrallið er nánast lagt 100% til grundvallar, afladagbækur og upplifun manna á miðunum hefur nánast ekkert vægi.
Nánar verður fjallað um fundinn á næstu dögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.