Ein stæðstu mistökin sem gerð hafa verið var að leifa stækkun smábáta úr 6 t í 15 t(mín skoðun)

Eigið fé smærri útgerða gufar upp við niðurskurð á þorskskvóta


Eigið fé margra smærri útgerða gufar upp verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um þriðjungsniðurskurð á þorskkvótanum. Óttast er að bankarnir muni ganga að þeim fyrirtækjum og að margvíslegar kvótatilfærslur séu fram undan.

Í smábátakerfinu er staðan sú að hátt í 70 eigendur svonefndra 6 tonna báta hafa að undanförnu verið að láta smíða fyrir sig nýja 14 tonna báta, en talið er að nýr þannig bátur þurfi hátt í 500 tonn af þorskkvóta til að dæmið gangi upp fjárhagslega.

Miðað við niðurskurðinn dugir smábátakvótinn hins vegar ekki þessum 70 bátum, hvað þá nokkur hundruð bátum til viðbótar sem eru í kerfinu. Auk þess munu vera mörg dæmi þess að útvegsmenn nýju 14 tonna bátana nemi ekki nema í kringum 30 prósentum og muni því að verulegu leyti gufa upp við skerðinguna.

Bankarnir gera kröfu um ákveðið eiginfjárhlutfall og því er óttast að þeir muni ganga að þessum útgerðum til að tryggja hagsmuni sína. Í stóra kerfinu svonefnda mun eiginfjárstaðan líka versna og tekjur minnka en þrátt fyrir miklar skuldir þeirra er eiginfjárstaðan yfir leitt betri en hjá 14 tonna bátunum.

Þó munu ýmsar smærri útgerðir í stóra kerfinu kunna að lenda í vandræðum. Við þessar aðstæður ríkir nú uppnám á kvótamarkaðnum, enginn virðist vita hvort kvótaverð muni hækka eða lækka en ef bankarnir eignast einhvern slatta af bátum má búast við talsverðu framboði á kvótamarkaðnum og að útgerðum fækki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvurslags..... borðar þú annars harðfisk Goggi minn?

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband