og enn meira um kvótan

8. júní 2007 :

Skipstjórar og stýrimenn í Vestmannaeyjum – tillögur Hafró ekki í nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna

 

Stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum skorar á hæstvirtan sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingu á aflareglu í þorski og stórfelldum niðurskurði í aflamarki á næsta fiskveiðiári.

Í greinargerð segir að
„frá því að aflareglan var tekinn upp 1995 hefur veiðin verið nær 30% en 25% samkvæmt aflareglunni. Auðvitað bera stjórnvöld, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Hafrannsóknarstofnun ábyrgð á að veiðistofninn er nú metinn í sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknarstofnunar.

Varað er stórlega við einhliða niðurskurði á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár eins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar hljóða upp á.

Skipstjórnarmenn í Vestmannaeyjum benda á að álit Hafrannsóknarstofnunar á stærð þorskstofnsins um þessar mundir er ekki í nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna á miðunum.“


Heimild: eyjafrettir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband