12.6.2007 | 21:07
Kvótinn
Byggðakvótinn - Fiskistofa auglýsir eftir umsóknun
Eftirtalin byggðalög gerðu ekki athugasemdir við úthlutunarreglur um byggðakvóta sem birtar voru í reglugerð nr. 439, 15. maí 2007:
Blönduósbær (Blönduós)
Bolungarvík
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Djúpavogshreppur (Djúpivogur)
Sandgerðisbær (Sandgerði)
Snæfellsbær (Ólafsvík)
Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum frá fiskiskipum sem skráð voru í viðkomandi byggðarlögum 1. maí sl. Auk þess er gert að skilyrði að hafa veiðileyfi í atvinnuskyni og báturinn sé í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang á staðnum 1. maí sl.
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.