12.6.2007 | 21:12
Mesta Þorskveiði á færi frá upphafi þessa kvótakerfis?
Hefði óskað þess að fiska svona vel í sóknardagakerfinu
Héðan frá Patreksfirði er allt gott að frétta. Færafiskeríið er að slá öll fyrri met hjá mér. Búinn að fá 9 tonn á 3 dögum eða við skulum segja 36 klst, sem hefðu jú verið 3 dagar í upphaflegu sóknarkerfi eða 1,5 dagur eftir reglunum þegar kerfið var afnumið. Fiskurinn er af öllum stærðum, þó er stór fiskur að meirihluta, lifrarmikill og fallegur. Mældi einn og var hann 129 cm langur og 25,2 kg.
Ég hugsa nú til þess að gaman hefði verið að vera enn í dagakerfinu, mér hefðu trúlega nægt 15 dagar við svona aðstæður, sagði Friðþjófur Jóhannsson útgerðarmaður og skipstjóri á Dýra BA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fróðlegt Georg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.6.2007 kl. 00:42
Kótakerfið greinilega ekki það besta þegar á reynir.
Ester Sveinbjarnardóttir, 13.6.2007 kl. 19:07
Bara svona að kíkja á þig og athuga hvað þú værir að bralla
Þú ert eldklár í þessum sjávarútvegsmálum 
Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.