Mikið lundaflug í kvöld

Það er kominn suðaustan stinningskaldi svo ég fór einn rúnt með sjónaukann að kíkja. Sá ekki bara mjög mikið af lunda í fjöllunum, því auk þess var suðursjórinn allur þakinn af lunda. Vonandi er til æti fyrir fuglinn og ungann seinni í sumar.

Hætt er við því, að einhverja lundaveiðimenn fari að klæja í puttana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Fór á fjöru hér undir Fjöllunum í kvöld og krían var teljandi á fingrum annarrar handar svei mér þá. Öðru vísi manni áður brá, því hér var vægast sagt stórt kríuvarp.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2007 kl. 01:37

2 identicon

fór í göngu í stórhöfða,fullt af lunda á sjónum en mikið af varg,hann situr um ungana

mamma (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég er voðalega hræddur um að það sé komin skekkja í hafinu og það sé okkur mannfólkinu að kenna.

Georg Eiður Arnarson, 16.6.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband