16.6.2007 | 13:41
Eingin furða þó ekki sé nóg æti fyrir fiska og fugla
Allt fullt af hval
Er haft var samband við Ólaf Hallgrímsson á Eydísi NS 320 var hann á heimleið til Borgarfjarðar. Hann hafði farið norður að Langanesi. Þar lagði hann línuna og freistaði þess að ná ýsu. Þetta hangir í 100 kílóunum hjá mér, sagði Ólafur aðspurður um aflann.
Annað er öllu líflegra, hvalur út um allt.
Þegar Ólafur var um 10 mílur útaf Digranesi sá hann steypireið, slíka skepnu hef ég ekki séð fyrr, hvílíkt ferlíki. Þurfti að hægja á mér til að lenda ekki upp á honum, sagði Ólafur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.