27.6.2007 | 22:16
Kvótakerfið í Færeyjum
Vísir, 27. júní. 2007 19:20 Sjávarútvegur í Færeyjum vill engan samdráttRáðgjafanefnd sjómanna og útgerðarmanna í Færeyjum leggur til að tillögur fiskifræðinga um samdrátt í veiðum við Færeyjar verði algerlega hunsaðar. Einn nefndarmanna segir nánast ekkert hafi verið hlustað á varnaðarorð fræðinganna í tíu ár og reynslan sýni að ráðgjöf þeirra hafi verið vitlaus.Í Færeyjum eru menn að horfa til sömu erfiðu stöðunnar og á íslandi samkvæmt mati fiskifræðinga. Þar í landi er sóknardögum útdeilt á skip og hefur þetta svokallað fiskidagakerfi verið við lýði í 11 ár. Í Færeyjum tekur Lögþingið ákvörðun um fjölda sóknardaga og skal tekið tillit til rágjafar frá annars vegar fiskifræðingum og hins vegar svokallaðri fiskidaganefnd en þar sitja fulltráur útgerðarmanna og sjómanna. Fiskidaganefndin hefur til þessa haft meiri áhrif en fræðimennirnir og hún leggur nú til óbreytta sókn - þrátt fyrir hrakspár fiskifræðinga. Auðunn Konráðsson, sjómaður frá Klaksvík er hálfur íslendingur en hann situr í nefndinni - sem hvikar ekki frá vantrú sinni á fræðimönnunum. Hann segir að í tíu ár hafi verið farið langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga og hefðu spámódel þeirra gengið eftir væri þorskurinn fyrir löngu uppurinn. Auðunn vonast til að þingmenn Færeyja muni sem fyrr fara fremur að ráðum þeirra sem starfi í greininni en fiskifræðinganna en ákvörðun um fjölda sóknardaga er kynnt á aukafundi þingsins á Ólafsvöku í lok júlí. Þorsveiði við Færeyjar hafa verið afar léleg í nærri tvö ár og hefur Alþjóðahafrannsóknarráðsins lagt til að þorsveiðar verði stöðvaðar. Auðunn segir að þessi lægði sé hluti af náttúrulegri sveiflu sem alltaf hafi verið í veiðunum. | ||
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna og góða kvöldið Georg nú er svolítið hissa því maður heldur að fiskifræðingar hvort sem er í Færeyjum eða á Íslandi kunni eitthvað fyrir sér í þessari svokallað fiskifræði, en ég er farinn að halda það að þetta sé bara tómt bull, því miður. Mér líst virkilega vél á það hjá Færingunum að halda auka þingfund í lok Ólafsvökunnar.
Þeir verða kannski svona veikir eins og kallin hér í línunni, jæja nóg í bili.
Helgi Þór Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 22:51
ég beit á öngulinn!
Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:19
Georg Eiður Arnarson, 28.6.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.