Einn frá litlu systir


>
>  Eins og venjulega fór Birkir snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og
> steinsofnaði.
>  Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í
> svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl. "Hvað í andskotanum ertu að gera í
> svefnherberginu mínu ?" segir Birkir reiður.
>  "Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn,
>  "þú ert kominn til himna og ég er Lykla-Pétur."
>  "HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ?
>  Ég vil ekki deyja... ég er allt of ungur og á eftir að gera svo margt,"
> segir Birkir.
>  " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!"
>  "Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur.
>  Þú getur aðeins snúið til baka sem hestur eða hæna.
>  Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.
>  Birkir hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er
> örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn
> með einhvern á bakinu,
>  svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna.
>  Það væri ábyggilega letilíf.
>  "Ég vil snúa aftur sem hæna...
>  " samstundis var Birkir kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar
> græjur.
>  En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum.
>  Það var eins og hann væri að springa!
>  Þá kemur haninn....
>  "Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?
>  "Allt í lagi býst ég við" Svarar Birkir en mér finnst eins og rassinn á
> mér sé að springa!
>  "Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?
>  Neiiiiiiii...... hvernig geri ég það?
>  "Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn.
>  Og Birkir gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.
>  Skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu.
>  "Vá segir Birkir þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar
>  og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.
>  Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra:
>  "Vaknaðu Birkir, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm.
>
>
> ------------------------------------------------------------------------------
>  Food fight? Enjoy some healthy debate
>  in the Yahoo! Answers Food & Drink Q&A.
>

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband