Nákvæmlega það sem vantaði = meiri kostnað

Angry
   Einstök frétt
28. júní 2007 | 12:06
Ný reglugerð um afladagbækur nr. 557/2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um afladagbækur. Í þessari reglugerð er öllum skipstjórum íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni gert skylt að halda rafræna afladagbók.

Innleiðing rafrænna afladagbóka verður eftirfarandi:

• Skipstjórum skipa sem eru 45 brúttótonn eða stærri skulu halda rafræna afladagbók frá 1. febrúar 2008.
• Þá er skipstjórum skipa, sem eru stærri en 15 brúttótonn, en eru minni en 45 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladabók frá 1. júlí 2008.
• Loks er skipstjórum skipa, sem eru minni en 15 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladagbók frá 1. október 2008.

Fiskistofu verður heimilt að veita tilteknum fiskiskipum tímabundna undanþágu til að halda afladagbók á bókarformi vegna sérstakra aðstæðna, s.s. þegar aðstaða um borð í fiskiskipi er þannig að ekki er unnt að færa þar rafræna afladagbók.

Fiskistofa mun í haust senda út dreifibréf til allra útgerða íslenskra fiskiskipa, þar sem kynnt verður nánar hvernig staðið verður að innleiðingu rafrænna afladagbóka.

Afladagbókarforritinu ásamt póstforriti, sem þarf til að geta sent gögnin úr forritinu, verður dreift til útgerða þeim að kostnaðarlausu. Kostnað við tengingu og uppsetningu afladagbókarforritsins, kemur aftur á móti í hlut útgerðarinnar að greiða.
   Einstök frétt
28. júní 2007 | 12:06
Ný reglugerð um afladagbækur nr. 557/2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um afladagbækur. Í þessari reglugerð er öllum skipstjórum íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni gert skylt að halda rafræna afladagbók.

Innleiðing rafrænna afladagbóka verður eftirfarandi:

• Skipstjórum skipa sem eru 45 brúttótonn eða stærri skulu halda rafræna afladagbók frá 1. febrúar 2008.
• Þá er skipstjórum skipa, sem eru stærri en 15 brúttótonn, en eru minni en 45 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladabók frá 1. júlí 2008.
• Loks er skipstjórum skipa, sem eru minni en 15 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladagbók frá 1. október 2008.

Fiskistofu verður heimilt að veita tilteknum fiskiskipum tímabundna undanþágu til að halda afladagbók á bókarformi vegna sérstakra aðstæðna, s.s. þegar aðstaða um borð í fiskiskipi er þannig að ekki er unnt að færa þar rafræna afladagbók.

Fiskistofa mun í haust senda út dreifibréf til allra útgerða íslenskra fiskiskipa, þar sem kynnt verður nánar hvernig staðið verður að innleiðingu rafrænna afladagbóka.

Afladagbókarforritinu ásamt póstforriti, sem þarf til að geta sent gögnin úr forritinu, verður dreift til útgerða þeim að kostnaðarlausu. Kostnað við tengingu og uppsetningu afladagbókarforritsins, kemur aftur á móti í hlut útgerðarinnar að greiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jæja meiri bölvuð dellan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.7.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Bakkabræðrum gekk ekkert að bera sólskinið í húfum sínum inn í gluggalausan kofann, en það er greinilega margt annað skrítið í kýrhausnum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.7.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband