8.7.2007 | 15:23
Kvótinn
Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Hafró að verði farið eftir tillögum þeirra, þá munum við vera farinn að veiða allt að 300.000 tonn af þorski árið 2018. Mín skoðun á þessu er einföld. Lít á þetta sem hreina þvælu og vitleysu eins og reyndar allt þetta kerfi. Gallarnir og götin á þessu kvótakerfi gera það að verkum að kerfi sem býður upp á það, að leiguverð af þorskkílói sé mun hærra heldur en gangverð á t.d. smáum þorski býður bara upp á frekara brottkast og kvótasvindl eins og sést hefur í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu. Einnig má benda á þau hrapallegu mistök að hafa tegundir eins og löngu, keilu og skötusel í kvóta. Tegundir sem að lifa góðu lífi á t.d. þorskhrognum meðan hrygningartíminn er. Bara það, sem hér er upp talið mun að mínu mati verða til þess að Hafró muni aldrei aftur leggja til meiri þorskkvóta heldur en 130.000 tonn. Meira seinna. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.