Klám eða hvað?

Það vakti athygli mína viðtal við einn af þessum svokölluðu erótísku dönsurum í þættinum Ísland í dag í gær, þar sem að upplýst var að aðalástæða hennar fyrir þessari vinnu var að borga píanókennslu fyrir dóttur sína. Þegar fréttamaður innti dótturina eftir því, hvað henni fyndist um atvinnu móður sinnar, brustu þær báðar í grát. En svo sagði þó dóttirin að móðir sín gæti alltaf dansað með augun lokuð.

Einnig vakti athygli mína frétt um hina 23 ára gömlu kynlífssölukonu, sem hafði auglýst á netinu, þar sem gefin voru upp verð fyrir hverskonar þjónustu. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að sérstaklega þessi seinni er ekki á eigin vegum. Að mínu mati eru þarna að verki einhverskonar glæpahringir að kanna möguleika á nyjum mörkuðum.

Maður leyfir sér að velta því fyir sér, hvaða hörmungar bakgrunnur og ástæður liggja fyrir atvinnu þessara kvenna. Stór spurning hvort að við Íslendingar séum tilbúnir til að takast á við svoleiðis glæpahringi, og þá fyrst og fremst, hvernig við getum aðstoðað svona fólk við að losna undan hugsanlega einhverskonar nauðarsamningi við glæpahringi.

Meira seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband