Kvótinn

12. júlí 2007 :

Krókur ályktar – Hafrannsóknastofnun ekki starfi sínu vaxinn

Fyrr í dag kom stjórn Strandveiðifélagsins KRÓKS saman til fundar og ræddi skerðingu á veiðiheimildum í þorski sem kemur til framkvæmda 1. september nk.

Í ályktun sem send var sjávarútvegsráðherra kemur fram að stjórn KRÓKS lýsir hryggð sinni yfir ákvörðun hans um skerðingu þorskaflans um þriðjung – heil 60 þúsund tonn.

Þá mótmælir stjórn KRÓKS harðlega „óskiljanlegri aðferðafræði“ sjávarútvegsráðherra „að hunsa skoðanir sjómanna. Ákvörðunin tekur alfarið mið af sjónarmiði Hafrannsóknastofnunar sem sýnt hefur með tillögum sínum og yfirlýsingum undanfarin aldarfjórðung að hún er ekki starfi sínu vaxinn um ráðgjöf um þorskveiðar.“

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband