Æðarkollusteik

Klukkan 8:30 í morgunn lagði ég af stað upp Dalfjallið til að fara í lunda vestur á fjalli. Þegar ég var hálfnaður upp fjallið sé ég bíl koma keyrandi og stoppa við tjörnina. Í ár, eins og undanfarinn ár, hafa æðarkollur tekið upp á því að fara með unga sína á tjörnina inni í dal. Út úr bílnum steig kona, gekk að tjörninni og henti nokkrum brauðsneiðum í tjörnina. Ekki leið á löngu áður enn að á milli 30-40 mávar mættu og hættu ekki fyrr en allt brauðið var búið. Skilaboðin eru því þessi, fyrir hönd æðarkollnanna og unganna, hættið að gefa mávinum brauð, hann gæti litið á brauðið sem forrétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð Hanna Birna he he....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eru þeir kannski með XD á rassinum eins og svo margir.

Georg Eiður Arnarson, 16.7.2007 kl. 06:41

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Hanna Birna hitti naglan á höfuðið sem svo oft áður

Ólafur Ragnarsson, 18.7.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband