Lundinn, Hafró, Bakkafjara

Í Fréttum í dag er opnuviðtal við Erp Snæ, sem nýlega var ráðinn til starfa hjá Rannsóknarsetrinu til að rannsaka betur ástæður fyrir misheppnuðu varpi bjargfugla í Vestmannaeyjum.

 Fyrir þremur vikum síðan átti ég ágætis spjall við Erp, þar sem hann sagði mér að samkvæmt sínum athugunum í Ystakletti, þá væri varp lundans c.a. 50%. Í viðtalinu í Fréttum talar hann hinsvegar um að varpið sé einungis c.a. 20%. Þetta finnst mér mjög athyglisverð breyting, því undanfarna daga, hef ég orðið var við mjög mikið af sílisfugl. Í raun og veru hvarflar að manni ýmsar spurningar, t.d. hvort þessi fyrsta tala, sem hann gaf mér upp tengist eitthvað því, að hugsanlega sé auðveldara að fá styrki til frekari rannsókna ef ástandið er þeim mun verra.

Þetta er ekki ósvipað og manni finnst stundum vinnubrögðin hjá Hafró vera, þar sem þeim mun meiri niðurskurður sem lagður er til varðandi aflaheimildir, þeim mun meiri peningar eru lagðir í frekari rannsóknir.

 Þetta minnir mig á annað dæmi. Í vor skilaði Landgræðslustjóri skýrslu um hvort og hvernig ætti að fara að því að græða upp Bakkafjöru (nýlega var byrjað að sá í Bakkafjöru). Á fundinum sagði Landgræðslustjóri eftirfarandi:"Ef við getum byggt nógu öfluga varnargarða til að hindra að sjórinn gangi langt upp á land og ef við getum byggt nógu öfluga varnargarða, bæði vestan og austan megin við Bakkafjöru, og ef við getum útbúið einhverskonar ræsi, til að losna við það vatn, sem safnast saman fyrir ofan Bakkafjöru, þá ættum við að geta ræktað meira og minna alla Bakkafjöruna upp og í raun og veru er þetta ekkert mál, bara ef við fáum nóg af peningum."

Svo spurningin er þessi, snýst þetta kannski allt saman bara um peninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband