19.7.2007 | 23:25
Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2007
Á morgun eru nákvæmlega 2 vikur í Þjóðhátíðina. Eins og venjulega verðum við með tvöfallt hvítt tjald í dalnum. Þar verður boðið upp á söng og gaman og nóg að borða (er búinn að gera ráðstafanir til að geta boðið upp á reyktan lunda). Að sjálfsögðu eru allir bloggvinir velkomnir í Möttukot. Þegar fyrir liggur, í hvaða götu við verðum, verður það upplýst hér.
p/s
Gítar verður á svæðinu, en alltaf eru fleiri gítarleikarar velkomnir.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg.
Já nú fer manni að kitla í fæturna þegar Þjóðhátíð nálgast eins og venjulega en það vantar flest annað en viljann til að skreppa til Eyja.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2007 kl. 23:43
Georg Eiður Arnarson, 20.7.2007 kl. 07:08
Ég kemst líklega ekki, en verð með ykkur í andanum ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 15:18
En með söngvara Georg minn?Mikið langar mig að koma,hef aldrei komið á þjóðhátíð en á ekki pening og svo yrði gisting annað vandamál,verð að bíða þar til að ári og þá syngjum við saman Georg minn.
KV:Korntop
Magnús Paul Korntop, 20.7.2007 kl. 22:46
Allar söngraddir velkomnar, þú ferð bara á puttanum og gistir svo í tjaldi.
Georg Eiður Arnarson, 20.7.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.