Samgöngumál Vestmannaeyja

Ég var að tala við vin minn Páll Scheving, sem situr í minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja (fyrir V-lista). Samkvæmt öllum heimildum, þá kostar ein ferð með Herjólfi 1.600.000, innifalið í því er allt mannakaup, olía o.s.fr. Þessar upplýsingar voru, eftir því sem mér er sagt, sendar til núverandi samgönguráðherra, sem samþykkti að greiða 30 milljónir fyrir ca. 20 auka ferðir. Síðan var vegagerðinni falið að ganga formlega frá samningum við Eimskip, en þá vandaðist málið, því að Eimskip segist ekki vera tilbúið að fara þessar auka ferðir fyrir minna en 3 milljónir á ferð, svo þar stendur hnífurinn í kúnni, því enginn vill borga meira. En að sjálfsögðu er Eimskip alveg tilbúið að græða aðeins á þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband