25.7.2007 | 08:53
Kvótinn
Landssamband smábátaeigenda Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu Heimilt verður að færa eftirstöðvar byggðakvóta milli áraSenn líður að því að byggðakvóta þessa fiskveiðiárs verði úthlutað. Langt og strangt kæru- og athugasemdaferli sem Alþingi samþykkti í vor er nú brátt lokið og því ekkert til fyrirstöðu að kvótanum verði úthlutað. Þegar ljóst varð hversu ferlið sem lögin sögðu til um var langt fór LS fram á að hægt yrði að færa óveiddann byggðakvóta milli ára. Fullur skilningur var á beiðni LS og greinilegt að ráðuneytið mundi leita leiða til að verða við óskinni. Í Blaðinu á morgun er þetta staðfest. Þar greinir sjávarútvegsráðherra frá því að óveiddur byggðakvóti þessa fiskveiðiárs muni ekki brenna inni heldur koma til viðbótar byggðakvóta næsta árs. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.