Eru stærstu samgöngumistök í sögu Vestmannaeyja í uppsiglingu?

Ég tel svo vera.

Vissulega er það nokkuð áfall að göng skulu hafa verið slegin af, en við gátum þó kannski sagt okkur þetta sjálf.

Varðandi það sem bæjarstjórinn kallaði kost númer 2, Bakkafjöru, þá tel ég þá hugmynd vera ávísun á (eins og ég hef svo oft skrifað) að færa samgöngur okkar hugsanlega aftur um 50 ár.

Herjólfur hefur þjónað okkur vel og dyggilega undanfarna áratugi, við þekkjum hann og treystum og höfum sem betur fer haft vit á því hingað til að stækka skipið í hvert skipti, sem það er endurnýjað. Þessi svokallaða Bakkaferja á að taka aðeins 250 farþega (núverandi tekur 520). Einnig á hún að taka um 50 bifreiðar, en núverandi tekur á milli 60-70. Þær teikningar sem ég sá í lokaskýrslu Siglingamálastofnunnar, sýndu útreikninga, þar sem miðað var við skip, sem gengur mun hægar en núverandi Herjólfur. Samt á það skip að ganga til Þorlákshafnar, þegar ófært er í Bakkafjöru. Síðastliðinn vetur hef ég reynt að fylgjast með ölduduflinu við Bakkafjöru og miðað við 3,7 metra í ölduhæð, sem siglingamálastofnun notar til viðmiðunar um hvort sé fært eða ófært í Bakkafjöru, og telst mér til að í vetur hafi verið ófært í ca. 2 mánuði á tímabilinu sept.-apríl. Inni í þessum tölum eru ekki öll þau skipti, sem ófært er vegna sandfoks eða vegna annarar ófærðar.

Það sem við þurfum að fá er skip, sem er stærra en núvernadi Herjólfur (tekur sem sé fleiri farþega og ökutæki) og getur farið siglingaleiðina Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn á innan við tveimur tímum. Slík skip eru til í dag og eftir því sem mér er sagt, jafnvel möguleiki á að fá slíkt skip afhent aðeins ári eftir að það er pantað.

Ég skora á eyjamenn að standa saman og hafna Bakkafjöru, ekki láta sumarbústaða eigendur á suðurlandi ráða því, hvernig framtíðar samgöngur okkar verða. Bakkafjöruhöfn er ekki framför, heldur afturför.

Nýtt gangmeira skip, strax.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með þér.Baráttukveðjur

Ólafur Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Takk fyrir þetta, en hvernig er ástatt með flugsamgöngur í dag til Eyja? Spyr sá, sem ekki veit.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.7.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk Ólafur.

Ásgeir: Ef af Bakkafjöruhöfn verður, þá mun Bakkaflugið að öllum líkindum leggjast af. Varðandi beint flug til Reykjavíkur, þá held ég að það sé að jafnaði tvisvar á dag, en kostar einhverstaðar á bilinu 5-14 þús. og síðustu sætin eru dýrust. (frekar dýrar 20 mín.)

Georg Eiður Arnarson, 27.7.2007 kl. 22:38

4 identicon

Blessaður Geeorg

Ég er ein af þessum sumarbústaðareigendum sem þú talar niður til.

En ég á miklu fleirri erindi til Reykjavíkur þar sem barnabörn mín búa en í sumarbústaðinn ekki alhæfa svona Ég vil frekar Bakkafjöru þar sem ég eins og margir aðrir eru mjög sjóveik en læt mig hafa það að ferðast með Herjólfi meðan ekki er annað í boði Ég og mjög margir aðrir hafa ekki áhuga á Herjólfi hvað sem þér finnst um það.Gott að komin er niðurstaða .

Kveðja Sólveig Adólfsdóttir

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bakkafjörudæmið lýtur þokkalega út á pappírunum,en því miður þá eru aðstæðurnar þannig í raunveruleikanum að þarna er mikið veðravíti, miklir straumar og sandurinn fyrir utan er á fleygiferð, þannig að höfnin gæti þess vegna verið orðin full af sandi eftir 5 ár.  En því miður virðast ráðamenn vera á öðru máli og einnig nýútskrifuðu verkfræðingarnir með nýju lófatölvurnar sínar, sem ekki taka náttúruöflin inn í útreikninga sína.

Jóhann Elíasson, 28.7.2007 kl. 11:27

6 identicon

bLESSUÐ HANNA BIRNA

ÉG Hef vissulega þann kost að ferðast með flugi  en ég er eins og þú bara venjulegur launþegi þannig að það er of dýrt fyrir mína buddu.Vissulega fer ég með SKIPINU til Þorlákshafnar ef ofært verður og ég þarf að komast .'Eg ætla að gefa Bakkafjöru tækifæri ekki er ég VERKFRÆÐINGUR sem hef vit á þessu öllu þannig að þanga til annað kemur í ljós . Gott að kominn er niðurstaða

KV Sólveig Adólfsdóttir

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já ég held að svo sé Georg, ekki spurning um það eins og ég hef áður sagt. Það á að fá stærra og öflugra skip til að sinna núverandi rútu. Það verða allt of miklar frátafir á Bakkafjöru.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.7.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband