27.7.2007 | 22:49
Nú er aðeins vika í Þjóðhátíð
Að sjálsögðu eru allir bloggarar velkomnir í tjaldið (Möttukot), en við erum með tvöfalt tjald.
Veðrið að undanförnu hefur verið alveg frábært, hægur vindur, kannski fullhægur fyrir lundakarlinn, en frábært fyrir trillukarlinn. Ég lagði lúðulínu í gær, dró í dag. Afli var um 500 kg af blönduðum fiski, þar af 17 skötur og 3 fallegar lúður, restin var mest langa.
Heyrði í vini mínum áðan, sem var í lunda í dag. það vindaði aðeins um hádegi og þar sem mikill lundi var í fjöllunum í dag, náði hann að veiða liðlega 300 lunda á stuttum tíma. Ekki hefur verið mikið af sílifugli að undanförnu, en þó verður vart við hann á öllum veiðistöðum.
Úti sést hvergi ský á lofti og ekki bærist hár á höfði. Sjórinn er spegilssléttur og fyrir fólk sem ekki þekkir til sjómennsku, þá mætti nánast halda að lítið mál væri að taka land í Bakkafjöru, en svo merkilega vill til að stundum hvessir í Vestmannaeyjum. Stundum brýtur í Bakkafjöru og oft, sérstaklega yfir hörðustu vetrarmánuðina, þegar samgöngurnar eru okkur sem mikilvægastar, þá er algjörlega ófært í Bakkafjöru.
Við þurfum stærra og gangmeira skip strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig kemur kvótaniðurskurðurinn út fyrir þig og trillukarlasamfélagið í Eyjum yfirleitt? Hvað er sílifugl (fyrirgefðu ég er bara ekki betur að mér en þetta, en sá skipstjóri sem ég byrjaði hjá sem stýrimaður sagði: "ef þú veist ekki eitthvað þá skaltu spyrja,því það er betra að spyrja einu sinni eins og asni en að vera fífl allt sitt líf")? Ég tel að nú ættu Vestmannaeyingar að leggja höfuðáherslu á að leiða ráðamenn frá villu þess vegar að Bakkafjörudæmið sé einhver raunhæfur kostur í samgöngumálum ykkar.
Jóhann Elíasson, 28.7.2007 kl. 11:41
Góða skemmtun á þjóðhátið.
Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 23:27
Ég á að "klukka" einhverja og því miður verður þú fyrir barðinu á mér en ég er ekki alvondur svo ég óska þér gleðilegrar þjóðhátíðar
Jóhann Elíasson, 28.7.2007 kl. 23:46
Sæll Jóhann , það er mikið að gera hjá mér í Lundanum þessa dagana svo bloggið hefur þurft að bíða. Niðurskurður í kvóta hefur áhrif á alla hér og ekki síst mig sem á lítinn kvóta. Sílisfugl er Lundi með Síli í nefinu og fjöldi þeirra er besta vísbendingin um í hversu mörgum holum er ungi. Enginn góður veiðimaður veiðir Sílisfugl enda er það bara hrein heimska. PS, ég var klukkaður fyrir hálfum mánuði eða svo. Meira seinna, kv.
Georg Eiður Arnarson, 29.7.2007 kl. 18:00
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar, nú veit ég aðeins meira en í gær. Ég vissi ekki að þú hefðir verið klukkaður og biðst afsökunar. Enn og aftur góða skemmtun á þjóðhátíð.
Jóhann Elíasson, 29.7.2007 kl. 18:21
Góða skemmtun á þjóðhátíð. Hef ekki komið til Eyja síðan fyrir barneignir, og þá á þjóðhátíð. Sem þýðir 10 ár eða meira. Hlakka til næstu heimsóknar. Ber alltaf sterkar taugar til Eyja frá barnsaldri.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 00:29
Sæll Georg.
Ég tek alltaf fram Eyjalögin um þetta leyti árs og spila þá Ása í Bæ og Árna Johnsen.
kv. gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2007 kl. 01:34
Hvernig gengur að slíta út kvóta fyrir meðaflanum, löngunni og keilunni?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.7.2007 kl. 23:03
Sæll Hafsteinn, ég er að brenna upp ufsa núna fyrir allar tegundir nema Ýsu og þorsk.
Georg Eiður Arnarson, 31.7.2007 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.