3.8.2007 | 13:49
Bakkafjara fært ? = 2,6 metrar
En allgerlega ófært í fjörunni vegna sandfoks og stór spurning hvort það sé ekki bara stórhættulegt að vera þarna niður í fjöru. Nýlega var farið að sá í fjöruna en það kæmi mér ekki á óvart þótt sú vinna væri þegar fokinn vestur fyrir Reykjanes? |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, hér í athugasemd hjá þér, að ég yrði ekki hissa þótt Bakkbræðrahöfnin, ef af verður, verði orðin full af sandi eftir u.þ.b 5 ár.
Jóhann Elíasson, 4.8.2007 kl. 09:57
Já Jóhann, En í lokaskírslu frá Siglingamálastofnun segir gert er ráð fyrir miklum sandburði inn í höfnina en ekki hvernig á að koma sandinum út aftur eða hvað það kemur til með að kosta.
Georg Eiður Arnarson, 4.8.2007 kl. 13:19
Ennþá endurtek ég það sem ég hef sagt áður, þessir nýútskrifuðu verkfræðingar með nýju lófatölvurnar sínar virðast hafa gleymt að gera ráð fyrir náttúruöflunum og því er ekkert að marka niðurstöður þeirra. Ég er á því að ef hefði verið hægt að koma upp höfn á þessu svæði þá væri það löngu búið.
En frá þessu máli. Er ekki fínt á Þjóðhátíð?
Jóhann Elíasson, 4.8.2007 kl. 13:43
Eins og kom fram í fréttunum þá gengur þetta bara vel á þjóðhátíð. Sjálfur var ég að skríða heim um kl 0700 í morgunn eftir frábært kvöld og nótt eins og vanalega, enda ekki myst úr þjóðhátíð í ca 35 ár. Upp úr seinni heimstyrjöldinni gerðu Bandaríkjamenn miklar rannsóknir á þeim möguleika að gera höfn við suðurströndina en þeirra niðurstaða var sú að þetta væri ekki hægt. Einnig hafa Þykkbæingar reynt í meira en 100 ár að rækta upp fjöruna til að stækka beitilandið hjá sér en ekki tekist.
Georg Eiður Arnarson, 4.8.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.