6.8.2007 | 17:51
Þjóðhátíðarlok
Búinn að koma öllu draslinu heim, veðrið er enn frábært, hægur vindur og heilsan bara þokkaleg. Búinn að taka fram sjónaukann, mikið hringt og beðið um lunda, enda ekkert til. Á þessari stundu er gríðarmikið flug í flestum fjöllum, en vantar vindinn. Á hinsvegar að vinda á morgun með rigningu. Í minningunni verður þessi Þjóðhátíð með þeim bestu veðurfarslega séð, og ef eitthvað var, þá fannst mér kannski aðeins vanta smá rigningu annað slagið. En semsé, lundinn búinn, harðfiskurinn búinn, vodkinn búinn og kellingin lúin. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott yfirlit yfir helstu atriði Georg
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2007 kl. 00:34
Sammála,en eitt er alveg klárt,ég kem að ári og þigg þá hjá þér lunda með alles nema áfengi en annars góð samantekt.
Magnús Paul Korntop, 7.8.2007 kl. 00:43
ég var undir fjöllunum, þvílíkir blíðu dagar..
Ester Sveinbjarnardóttir, 8.8.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.