15.8.2007 | 21:30
Kvótinn
Landssamband smábátaeigenda Beina leið á efnisyfirlit þessarar síðu LS fundar með forsætisráðherraÍ dag áttu forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda fund með forsætisráðherra Geir H. Haarde vegna boðaðrar kvótaskerðingar í þorski. Á fundinum lagði LS áherslu á að upplýsa ráðherra um hin gríðarlegu áhrif sem niðurskurður veiðiheimilda hefur á smábátaútgerðina. Áætlað er að aflaverðmæti smábáta minnki um 4 milljarða vegna ákvörðunarinnar. Þar vegur þorskurinn þyngst um 2,8 milljarðar, ýsa um 1,1 og steinbítur um 25 milljónir. Á sl. fiskveiðiári var heildarafli smábáta 80.666 tonn. Þorskur 54% aflans, ýsa 29%, steinbítur 8%, ufsi 4,5% og aðrar tegundir 4,5%. Af þessari aflasamsetningu er ljóst að ákvörðun stjórnvalda að skerða veiðiheimildir í þorski um þriðjung kemur mjörg hart niður á félagsmönnum í LS. LS kynnti forsætisráðherra gagnrýni sína á tillögur Hafrannsóknastofnunar og fór yfir forsendur félagsins um að næstu þrjú árin skuli árleg veiði af þorski vera 220 þús. tonn. Forsætisráðherra sagði engar líkur á að ákvörðuninni yrði breytt. Einstök fyrirtæki væru nú þegar byrjuð að skipuleggja sig m.t.t. hinnar breyttu stöðu. Hann sagði Byggðastofnun vera ætlað stórt hlutverk í að aðstoða einstaka útgerðir, unnið væri að útfærslu um það atriði. Þar er mat LS að fundurinn hafi verið gagnlegur og tekist hafi að koma sjónarmiðum smábátaeigenda á framfæri og til umhugsunar hjá forsætisráðherra |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.