21.8.2007 | 19:09
Nóg af Þorski út um allt
Metveiði á þorski hjá Kiele við A-Grænland
Frystitogarinn Kiele sem er í eigu fyrirtækis Samherja, Deutsche Fischfang Union, hefur verið við veiðar við A-Grænland. Á aðeins 10 dögum veiddust um 700 tonn af þorski, sem er ótrúlegur afli á svo stuttum tíma. Þorskurinn var stór og fallegur.
Aflabrögð sem þessi koma mörgum sjómanninum fyrir vestan og við Snæfellsnes ekki á óvart ef marka má það óhemjumagn af þorski sem var á slóðinni hjá þeim í mars og apríl.
Sjá frétt:
http://www.smabatar.is/frettir/2007/04/24/964.shtml
Vegna yfirvofandi kvótaskerðingar er ólíklegt að íslensk skip geti tekið þátt í veislunni þegar þorskur frá Grænlandi gengur aftur á Íslandsmið til hrygningar nú í vetur.
Þess má geta að Hafrannsóknastofnun hefur haft til rannsóknar þorskflök frá Grænlandi í eitt ár þar sem reynt er að kafa í uppruna. Niðurstöður hafa ekki verið kunngerðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð af síðunni.