Tölvuvesen

Tölvan mín er enn að stríða mér og er aftur á leið í viðgerð. Mun því seinna gera upp Lundaveiðitímabilið og önnur mál, td, Bakkafjöru. Bendi á mjög undarlega(í bæjarblöðunum) grein eftir bæjarstjórann okkar þar sem hann ræðst á Vin minn Grétar Mar á næstum því rætinn hátt, ekki bæjarstjóranum til sóma en greinilegt að einkvað meira er á bak við þessa Bakkafjöru vitleysu heldur en bara styttri sigling. Meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Grétar Mar á annað og betra skilið en þetta kjaftæði í bæjarstjóranum sem ætti frekar að líta sér nær og í eigin barm.

Jakob Falur Kristinsson, 23.8.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Innlitskvitt ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.8.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er kannski búið að stinga "dúsu" upp í bæjarstjórann ykkar?

Jóhann Elíasson, 24.8.2007 kl. 10:27

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jú Georg þetta er ekki svo flókið, þeir eru fyrir löngu búnir að ákveða byggingu Bakkafjöruhafnar og það eru skipafélöginn sem vantar höfn, sem þíðir bara eitt að við getum ekki byggt okkar stórskipahöfn. Þetta er bara brandari, eins og náttúruhamfarir, við getum ekkert gert annað en tuðað. Ég hitti í fermingarveislu í vor ein af verkfæðingum siglingarstofnunar hér í Eyjum og sagði honum skoðun mína á þessu máli og hann vildi ekki svara mér og ég sagði við hann að hann þurfti ekki að svara því ég sæi það á honum að ég hefði rétt fyrir mér og enn þagði hann.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Grein bæjarstjóra er á bls 6 en svo flettir maður áfram á  bls 11 það er grein eftir einn af kunnustu skipstjórum Eyjanna sem er ekki alveg á sömu línu,Það væri gaman að vita hvað margir sjómenn teldust í þann hóp sem ekki á við þennan"Nánast allir þessir menn"hóp sem bæjarstjóri talar um í grein sinni.

Ólafur Ragnarsson, 25.8.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband