Kvótinn

Landssamband smábátaeigenda

24. ágúst 2007 :

Þorskur við Grænland – margt bendir til að hér sé á ferðinni Íslandsþorskur

Miklar bollaleggingar fara nú fram um það hvort þorskur sem nú virðist vera í miklu magni á Grænlandsmiðum sé Íslandsþorskur. Smábátaeigendur á Vesturlandi og Vestfjörðum hafa verið duglegir að tjá sig um málið.

24. apríl sl. var hér á síðunni vitnað til viðtals úr Fiskifréttum við Tálknfirska smábátaeigendur Tryggva Ársælsson og Þór Magnússon. Í viðtalinu sögðu þeir frá því að í kjölfar hafíssins hefði allt fyllst af þorski sem þeir töldu hafa komið frá Grænlandi. Þeir bentu á máli sínu til stuðnings að „fiskurinn væri allt öðruvísi en sá þorskur sem við eigum að venjast. Hann var dekkri, haussmærri og liframeiri og að öllum líkindum kominn hingað frá Grænlandi.“

Undir skoðanir Tryggva og Þórs tók Pétur Pétursson á Arnarstapa. Hann sagði að í vetur hefði mikið borið á fiski í netum sem var ólíkur hefðbundnum vertíðarþorski. Pétur sagðist álíta að um afrakstur seiðareks væri að ræða og benti á að árið 1999 hefði seiðavísitala hér mælst í hámarki.

Pétur tók undir með Kristjáni Andra á Ísafirði að brýnt væri að senda skip á Grænlandsmið og fá úr þessu skorið. Í húfi væri afkoma þúsunda Íslendinga sem boðuð hefði verið þriðjungs skerðing á þorskkvótanum. „Ég er sannfærður um að í vetur kemur önnur demba frá Grænlandi ; miðin okkar og við getum ekki setið aðgerðarlausir. Hér er á ferðinni þorskur sem ekki er inni í mælingum Hafrannsóknastofnunar“, sagði Pétur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband