3.9.2007 | 17:40
Bakkafjara
Það er svolítið skrítið að lesa skírsluna um Bakkafjöruhöfn. Bæjarstjórinn lofar þessa sérfræðinga fyrir góð vinnubrögð en þingmaðurinn Árni Johnsen kallar þessa sérfræðinga nánast fífl fyrir skoðun þeirra á möguleikunum á að gera göng milli lands og eyja. Það mætti næstum halda að þessir tveir eyjamenn orði hlutina fyrst og fremst eftir því sem þeim hentar? Er nema furða þó að venjulegt fólk sé í vafa en spurningin er því þessi hvort á maður að trúa sérfræðingum sem segja að ekki sé hægt að gera göng á jafn ódýrann hátt og Árni segir , eða sérfræðingunum sem segja að hægt sé að gera örugga höfn í Bakkafjöru ( fyrir lítið fé) þrátt fyrir að flestir sjómenn kalli þetta vitleysu? Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Athugasemdir
Þessi bæjarstjóri ykkar Vestmannaeyinga er , að mínu áliti, svo mikill tækifærissinni að hann slær Ragnari Reykási við. Kannski að sérfræðingarnir geti gert örugga höfn í Bakkafjöru, þeir verða nú að fara að gera eitthvað sem eykur trúna á þá, ekki hafa þeir gert það hingað til.
Jóhann Elíasson, 3.9.2007 kl. 21:31
Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.9.2007 kl. 22:38
Góð vangavelta Georg.
Bæjarstjórinn og Árni eru víst í sama stjórnmálaflokknum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.