Bakkafjara, ófært=3,7 m

Það er ágætis veður í eyjum í dag. Herjólfur er farinn og er á áætlun. Einnig er flug samkvæmt áætlun, en merkilegt nokk, Bakkafjara er ófær.

Undanfarna daga hef ég rætt við marga eyjamenn og virðast flestir vera á þeirri skoðun, að fá að kjósa um þessa tvo valkosti, þ.e.a.s. stærri gangmeiri Herjólf, eða Bakkafjöru. Þannig kæmi hin raunverulega skoðun eyjamanna í ljós. Mín skoðun hinsvegar er óbreytt. Ég tel óvissuþættina við Bakkafjöru vera það marga, að ekki sé verjandi að henda milljörðum af peningum þarna í fjöruna og vill miklu frekar fá stærra og gangmeira skip, strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Varnargarðurinn sem hvarf í Grímsey var úr grjóti.  Enn og aftur segi ég;  Ef það væri mögulegt að gera almennilega höfn í Bakkafjöru þá væri búið að því fyrir löngu. 

Hver er með vanþekkingu og fordóma?

Jóhann Elíasson, 4.9.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Málið er að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá eru um 16 til19 metrar niður á fast berg. Svo það gefur auga leið að 10 metra háir garðar geta í versta falla horfið á stuttum tíma. Varðendi skrif Hrafnkels, þá er ekki gert ráð fyrir neinum varnar görðum eftir því sem ég veit best og ekki er ég að biðja um göng. Nýlega lenti ég á spjalli við mann sem vann við að leggja síðustu vatns leiðsluna til eyja, þeirra viðmið var að ef duflið syndi 2 metra eða meira þá var ekki hægt að vinna í fjörunni. Meira seinna.

Georg Eiður Arnarson, 4.9.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Georg, 

Gott væri ef þú gætir sýnt okkur græningjunum sem ekki fylgjast með veðri og ölduhæðarmælingum staðreyndir um það sem þú talar um, það er ekki nóg að að sletta út úr sér að það hafi verið ófært í Bakkafjöru þrátt fyrir að blíða hafi verið í Eyjum.

Það er lágmark að gefa upp hvaðan þú fékkst þessar upplýsingar.

Ég persónulega trúi því að þessir menn hafi meira vit á þessu en þú, þó ég sé ekki að gera lítið úr áliti þínu á þessari framkvæmd, aðeins tíminn leiðir í ljós hver mun hafa rangt fyrir sér.   

Grétar Ómarsson, 8.9.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Grétar, þann 4 September voru 3,7 metrar á duflinu við Bakkafjöru og samkvæmt skírslu Gísla Viggóssonar þá þíðir það að þá er ófært í Bakkafjöru.  Ekki rengi ég skírsluna en ef viðmiðið er neðar en 3,7 metrar þá erum við í slæmum málum. Ef ég get einkvað hjálpað þér við að skilja afstöðu mína þá er það velkomið. Málið er þetta, það eru mörg ef við þessa framkvæmt í Bakkafjöru , en enginn ef við stærri og gangmeiri skipi það segir reynslan okkur. kv. 

Georg Eiður Arnarson, 8.9.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband