8.9.2007 | 23:23
Bakkafjara
Að gefnu tilefni langar mig að þakka öllum þeim fjölmörgu eyjamönnum sem komið hafa að máli við mig undanfarna viku og tekið undir málflutning minn varðandi Bakkafjöru. Það er greinilegt að Bæjastjórinn ætlar að hunsa raddir okkar en þegar þessi höfn (ef hún verður til?) hverfur í sandinn í einhverju sunnan rokinu, þá skulum við muna það að það var bæjarstjórn Vestmannaeyja sem valdi þetta og við fengum ekki að kjósa um þetta. Mín skoðun er óbreytt. Stærri og gangmeiri Herjólf strax. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem angrar mig mest er, að þegar búið er að "henda" 7.000 - 8.000 milljónum í Bakkafjöruruglið og sjóvarnargarðarnir verða farnir í hafið, höfnin full af sandi og innritunaraðstaðan ónothæf, verður búið að eyða svo miklu í þetta rugl að menn verða ekki tilbúnir til þess að setja nema lágmarks pening í samgöngur til Eyja. Þannig að fyrir vikið komið þið til með að sitja uppi með lélegri samgöngur en eru í dag. Hver ber ábyrgðina? Kannski fáið þið bara "Grímseyjarferjuna"? En ætli bæjarstjórinn verði ekki að sækja um pólitískt hæli á Cayman eyjum?
Jóhann Elíasson, 9.9.2007 kl. 09:13
Sæll Georg,
Er ekki frekar gróft að skella ábyrgðinni á Bæjarstjórann eingöngu, ég veit ekki betur en að hann hafi verið svekktur yfir því að göngin hafi verið slegin af, og tel ég eðlilegt að hann ásamt öðrum bæjarfulltrúum fagni næst besta kostinum sem er Bakkafjara.
Elliði ásamt fulltrúum í bæjarráði eru ekki þeir sem ákváðu að byggja ferjulægið heldur var sú ákvörðun tekin af samgönguráðuneytinu og vegagerð, það eina sem bæjarráð gerðu eru að fagna þeirri stöðu nú að stríðið milli þeirra þriggja fylkinga, Bakkafjöru, Göng, og Nýjan Herjólf sem barist hafa í Eyjum undanfarin ár sé á enda, þó sumir vilji halda áfram að berjast.
Nú er búið að stoppa þvæluna milli manna um hvaða kost skuli verða ofaná í samgöngumálum, þetta stríð milli fylkinga hefur gengið of lengi án þess að ekkert hafi áunnist í samgöngumálum Eyjamanna, við erum að tala um 7-10 ár sem ekkert hefur gerst, það eina sem ég hef séð á þessum tíma er að Eyjan hefur rýrnað um 7-800 manns á þessum tíma, og vil ég meðala annars kenna samgöngumálum og samgöngustríðinu milli Eyjamanna um þetta.
Ég er hlynntur gerð ferjulægis á Bakkafjöru og trúi ég og treysti því að fræðimenn viti hvað þeir eru að fara út í, nýr Herjólfur væri ágætis kostur, en hverjar eru framfarir okkar með nýju skipi, göngin væri líka ágætis kostur en það er bara of dýrt samkvæmt nýjustu tölum fræðimanna, og verðum við að treysta því sem frá þeim kemur.
Gott væri ef þú gætir komið með alvöru rök fyrir því hvers vegna þú telur ferjulægið svo ómögulegt.
Þú mátt ekki misskilja mig, ég er ekki að setja út á skoðanir ykkar heldur frekar að leita eftir rökum sem hægt er að taka mark á og byggja á, annars er ég á þeirri skoðun að það er hægt að gera hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi, og besta dæmið eru framkvæmdirnar í Dubai.
Ég geri mér grein fyrir að veðráttan þar er töluvert öðruvísi en hér á Íslandi en veðurfarið þar getur stundum verið verra en hjá okkur, ásamt því að þar er reiknað með jarðskjálftum sem ekki þekkjast hér á landi, samt er ekkert sem stöðvar framkvæmdirnar þar þó tugir Eyja séu búnar til af mönnun og þar er fjörusandurinn og öll vandamálin sem honum fylgja bara áskorun sem tekist er á við.
Á sama tíma koma gagnrýnisraddir og fullyrða að ekki sé hægt að framkvæma 10.000 sinnum minni framkvæmd á Íslandi en í Dubai, og að segja að stór hluti og sennilega meirihluti Eyjamanna séu á móti gerð ferjulægis við Bakkafjöru er örugglega ekki rétt, ég tel þetta vera rangt þó ég hafi ekki nein rök fyrir því frekar en þið hafið rök fyrir hinu gagnstæða.
Umræðan er að öðru leiti fín og fagna ég henni svo lengi sem hún stöðvi ekki framfarir í samgöngumálum Vestmannaeyja.
Grétar Ómarsson, 9.9.2007 kl. 15:43
Takk fyrir þetta Grétar. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra var Bakkafjara sá valkostur sem greinilega var númer eitt hjá Sjálfsstæðisflokknum, ef ekki kæmi göng. Hjá F-listanum var fyrsti kosturinn stærra og gangmeira skip, ef ekki kæmu göng. Þetta er óbreytt ennþá í dag og fyrir þessu eru margar ástæður. Ekki tel ég mig vera neinn sérfræðing, en hef þó stundað sjómennsku hér við eyjar síðastliðlin 20 ár. Ég hef rætt við marga eldri og reyndari sjómenn heldur en ég er, og eru þeir nánast undantekningalaust allir sammála um það, að þessi Bakkafjara verði meira og minna ófær tvo til þrjá mánuði að jafnaði yfir vetrarmánuðina. Ef það er rétt, þá tel ég það ekki vera boðlegt í samgöngumálum okkar. Við lestur skýrslu Gísla Viggóssonar, og eftir að hafa hlýtt á hann í höllinni á sínum tíma, tókst honum að sannfæra mig um, að ef-in væru það mörg við þessa framkvæmd, að hugsanlega sýnist mér að hinir eldri og reyndu sjómenn okkar, hafi talsvert til síns máls. Varðandi mína skoðun, er t.d. sú staðreynd talin upp í skýrslu Gísla að í Bakkafjöru sé ríkjandi skjól, vegna nálægðar við Vestmannaeyjar, í öllum vindáttum. Þetta atriði er að mínu mati það heimskulegt og fáránlegt að ég hlýt að velta því fyrir mér, hvort svo geti verið um fleiri atriði, t.d. segir líka í skýrslunni, að reiknað sé með miklum sandburði við höfnina, en vegna hönnunar hennar, muni náttúrulegar aðstæður að stórum hluta til bera þann sand í burtu. Ég leyfi mér að efast stórlega um þetta. Mörg önnur atriði get ég talið upp, en ætla að láta þetta nægja í bili, en enda með þessu: Mikið af yngra fólkinu í eyjum lætur blekkjast af því tilboði að geta verið skemur á sjó, þ.e.a.s. 30 mín. í staðinn fyrir tæpa tvo tíma með stærra og gangmeira skipi, en málið við þetta er það, ef við gætum fengið skip, sambærilegt og Smyril í Færeyjum, þá fullyrði ég það, að sjóveiki mundi sennilega heyra sögunni til. Og aðeins með þessar 30 mín. flestir sem verða sjóveikir, verða það á fyrstu mínútunum, og það að þvælast hérna á milli á ferju sem ristir aðeins 3 metra, að sé eitthvað að sjólaginu, þá þýðir það gríðarlegan velting. Ég mun koma með fleiri athugasemdir og útskýringar með þeim á næstunni. Kv.
Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 18:55
Sæll Georg og takk fyrir góða punkta, þú vitnar meðal annars í gamla sjómenn sem eru nánast undantekningalaust á móti ferjulæginu, ekki ætla ég að gera lítið úr þeirra rökum þó ég hafi persónulega ekki heyrt einn einasta mann mótmæla Bakkafjörunni, eini fræðingurinn sem ég þekki tala með bakkafjöru og það er hann Afi minn Grétar Gilsa, hann var skipstjóri til margra ára og þekkir örugglega aðstæður eins vel og aðrir fræðingar sem ég hef engin deili á.
Varðandi sandburðinn,
Ég hef ekkert vit á þessum málum, þó ætla ég ekki að skella upp heimsendaspám fyrirfram, ef sandburðurinn verður vandamál þá er það samgönguráðuneytis og vegagerðar að leysa þau mál, því ábyrgðin á bakkafjöru liggur að mestu leyti hjá þeim, mín trú er sú og verður að vera að þessir menn séu búnir að reikna með vandamálum sem upp geta komið, vandamál sem ekki eru óleysanleg, ef bakkafjara fer fram úr fjárhagsáætlun vegna vandamála sem ekki hefur verið reiknað með munu menn sem tóku ákvörðun með þessari framkvæmd bera ábyrgð á því.
Ég ætla ekki að rengja þig frekar en fræðimennina sem unnið hafa við rannsóknir á Bakkafjörunni en ég tel þó að þau vandamál sem eiga eftir að koma upp verði leyst sama hversu stór þau verða.
Það skiptir mig engu hvort ferjulægið við Bakkafjöru kosti 5 milljarða eða 50 milljarða en hún mun verða að veruleika hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Það kæmi mér ekki á óvart þó þessir 200m varnargarðar verði komnir í 500m áður en langt um líður, en það er eitthvað sem ég hef ekki miklar áhyggjur af, aðrir mega hafa áhyggjur af því.
Varðandi sjóveikina,
Ég er sammála þér að skip eins og Smyril væri góður kostur fyrir okkur Eyjamenn en tel samt að með því að stytta siglingatímann um 1kst sé ekki nógu mikil framför, að auki verð ég að segja að Smyril muni ekki koma í veg fyrir að fólk verði sjóveikt, þó teldi ég líklegt að sjóveiki myndi sjálfsagt minnka eitthvað.
Siglingin frá klettsnefi í Eyjum að varnargörðunum við Bakkafjöru tæki ekki meira en 20 mínútur, ég held að þeir sem eru sjóveikir gætu sætti sig frekar við 20 mínútur í stað 2-3 klst, sjóveiki er eitthvað sem margir hræðast og veit ég til þess að fólk kemur ekki til Eyja nema með flugi vegna hræðslu á sjóveiki.
Ég vil trúa því að með ferjulægi við Bakkafjöru mun þetta breytast, fólk sættir sig við að finna fyrir sjóveiki í 10 mínútur frekar enn nokkrar klst til Þorlákshafnar.
Að auki verður mun erfiðara fyrir ríkið að réttlæta háa gjaldskrá ef ferðin tekur ekki nema 30 mínútur í stað 2-3 klst.
Ég veit ekki með þig en ég og fjölskyldan mín ferðumst mikið upp á land og fengum við yfirlit yfir kostnaðinn frá því í maí 2006 til dagsins í dag, kostnaðurinn með afsláttarkortinu er tæpar 300.000 sem er einungis fargjöld fyrir farþega bíl og koju.
Af hverju heldur þú að ég taki koju?.
Nú hef ég stundað sjóinn þó ferill minn á sjó nái ekki 4 árum, en ég náði aldrei að sjóast, enn finn ég fyrir sjóveikinni þegar ég ferðast milli lands og Eyja þegar veður er vont, það tekur mig 15-30 mínútur að verða slappur og þá reyni ég að leggja mig ef ég get.
Varðandi Smyril, þá reikna ég með að hann sé töluvert hraðskreiðari en Herjólfur, en þegar veður er vont fer hann á sama tíma og sá herjólfur sem við höfum í dag.
Smyrill er orkufrekt skip sem mun ekki verða til að lækka fargjöldin milli lands og Eyja, síður en svo, ef Bakkafjara mun heppnast vel mun það verða mikil samgöngubót fyrir bæjarfélagið okkar og ódýrari í þokkabót.
Samgönguráðherra og vegagerðin geta ekki falið sig á bak við dýrar framkvæmdir sem munu bitna á okkur, ef svo væri ættu þeir að setja upp vegatálma á alla nýja vegi sem gerðir eru um land allt og rukka sérstaklega fyrir notkun þeirra.
Aftur á móti er hægt að fela sig á bak við háan rekstrarkostnað á ferjunni eins og staðan er nú sem við greiðum og eins og staðan væri með nýjan Smyril milli Eyja og Þorlákshafnar.
Grétar Ómarsson, 9.9.2007 kl. 21:03
Væntanlega eigið þið spekingar sem hafið verið á sjó og vitið þessvegna allt um sjólag og hvar hægt sé að byggja höfn,við Norrönu en ekki Smyril.Kannski ættuð þið að fá álit stjórnenda skipsins á því hvort hægt sé að fara á skipinu í 18 metra vindhraða af vestri, svo ekki sé talað um meira,6 metra ölduhæð og bullandi norður-vesturfalli, til Þorlákshafnar á tveim tímum án þess að einhver verði sjóveikur.
Sigurgeir Jónsson, 9.9.2007 kl. 21:27
Sæll Grétar, ég á að sjálfsögðu við Smyril sem gengur á milli Thorshafnar og Suðureyjar í Færeyjum. Ég fór 2 ferðir með skipinu í fyrra, í seinni ferðinni lentum við í austan brælu og mér til mikillar furðu þá hreyfðist skipið ekki enda eins gott því ekki eru neinar festingar fyrir bila og allir stólar og borð í borðsal eru laus, ( semsé ekki boltuð niður eins og í Herjólfi). Ganghraði skipsins breyttist ekki við þessa brælu. Mér hafði reyndar verið sagt þetta en eins og þú kannski Grétar þá trúði ég þessu ekki fyrr en ég hafði séð það sjálfur. Varðandi kostnað við að fara upp á land, þá er ekkert sem segir að það verði einkvað ódýrara með Bakka ferjunni, og þar við bætist bensín á bílinn í bæinn. Þar að auki er mér sagt að fyrir þá sem ekki eiga bíl þá muni rútuferð í bæinn aðra leið kosta 3 þúsund krónur . Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara Suðurlands veginn að vetri til og get ekki mælt með þeirri reynslu ( bara síðastliðinn vetur létust tveir eyjamenn á þessum vegi). Ég var sjálfur mjög sjóveikur á mínu yngri árum svo að ég skil þig vel ( oft bölvað Herjólfi fyrir velting ) og lent í slæmu veðri með börnin öll ælandi, en ég hef einfaldlega útskírt fyrir þeim að við búum á eyju og þetta er okkar leið milli lands og eyja. Meira seinna. kv.
Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 23:22
Því skipi sem ætlað er að fara með bíla án festinga milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar að vetrarlagi,það skip telst ekki sjófært.
Sigurgeir Jónsson, 9.9.2007 kl. 23:46
Sæll Georg,
Ég trúi því vel að Smyril sé hörkuskip, þér að segja myndi ég fagna því að sjá slíkt skip fyrir okkur Eyjamenn, þó teldi ég að slíkt skip væri ekki bylting í samgöngumálum fyrir okkur Eyjamenn.
Aftur varðandi sjóveikina.
Oftast er ekki pláss fyrir mig í koju þegar ég fer með fjölskylduna milli lands og Eyja, en ég er oft drulluslappur þegar veður er slæmt þó ég harki það oftast af mér, rétt eins og ég reyndi að gera þegar ég stundaði sjóinn, en ég efast ekki um að skip sem væri sambærilegt Smyril væri mikil framför í samgöngumálum milli lands og Eyja, en bylting yrði það ekki.
Varðandi verðlag á ferðum ef siglt yrði milli Eyja og Bakkafjöru í stað Þorlákshafnar.
Ég held að flestir ættu að sjá að rekstrarkostnaður ferjunnar verður töluvert hagkvæmari en nú er, því minna skip og styttri vegalengd gerir það að verkum að allur rekstrarkostnaður verðu mun hagkvæmari.
Þú segir orðrétt,"það er ekkert sem segir að það verði eitthvað ódýrara með Bakkaferjunni" en síðan talar þú um í sömu setningu að ferðir með rútu verði á 3000 krónur aðra leið frá Bakkafjöru í bæinn.
Það er eðlilegt að BSÍ hækki gjöldin þegar leiðin er orðin töluvert lengri en hún var, en að segja á sama tíma að það sé ekkert sem bendi til þess að fargjöld lækki með Herjólfi, það eru ekki til nein rök fyrir því.
þegar ferðin hefur verið stytt um 30 mílur og skipið er töluvert minna og hagstæðara í rekstri með færri í áhöfn segir það okkur að verðlagið verður ekki það sama, alveg eins og það segir okkur að ferðir með rútu verði dýrari því ferðin er lengri.
Nú hef ég legið yfir nýjustu skýrslunni um ferjulægið í Bakkafjöru, ég er enn fullur efasemda en tel þó að rifið sem búið er að rannsaka og fylgjast með í mörg ár segi margt um hvernig takast megi til, það er ef ekki verða breytingar á því þegar garðurinn fer að rísa í námunda við það.
Annars hafa komið upp gagnrýnisraddir í hvert sinn sem ákveðið hefur verið að fara út í nýframkvæmdir, hvort sem það er Hornafjarðarhöfn, Þorlákshöfn, Grindavíkurhöfn, Hvalfjarðargöngin, eða þann Herjólf sem við höfum í dag, sem átti að vera drápsfley, ég man ekki betur en að svartsýnustu menn sögðu að skipið myndi vera komið á hafsbotn innan árs.
Varðandi vegina.
Ég hef starfað töluvert á suðurlandinu undanfarin ár og hef þurft að ferðast meðal annars mikið um svæðið í kring um Hellu og Hvolsvöll yfir harðasta vetrartímann, ég hef verið í kolvitlausum veðrum en aldrei verið nálægt því að lenda í vandræðum vegna ófærðar á vegum.
Vegurinn milli Bakka og Selfoss er sjaldan ófær þó það geti gerst, en ef svo er þá er nánast hægt að ábyrgjast að vegurinn upp á heiði eða þrengslin er það líka, sem segir okkur að við erum ekkert bættari með að fara í Þorlákshöfn en í Bakkafjöruhöfn.
Jæja nú er ég hættur í bili.
Kveðja.
Grétar Ómarsson, 10.9.2007 kl. 03:31
Sæl Hanna,
Er ekki þear farið að tala um að kaupa nýtt skip fyrir Grímseyinga í stað klúðursins sem við sjáum daglega í fréttunum, grátbroslegt mál sem engan endi ætlar að taka.
Ég verð að spyrja ykkur F- lista fólk, Ég hef séð það á skrifum ykkar að ný og hraðskreiðari ferja er fyrst og fremst ykkar baráttumál.
Ef Bakkafjara mun ganga að óskum og vegir verða tvöfaldaðir eða bættir þorra leiðarinnar á næstu árum, haldið þið að þið getið staðið upp og hrósað vel unnu verki ef svo fer?.
Ég sé fyrir mér eflingu á öllu Suðurlandinu með þessari framkvæmd, þá sérstaklega á svæðinu í kringum Hellu og Hvolsvöll, gæti verið jákvætt fyrir okkur öll.
Grétar Ómarsson, 10.9.2007 kl. 03:46
Sæll Grétar!
Smá viðbót frá mér. Ég var að lesa yfir það sem þú hefur verið að skrifa, og meðal annars segir þú að enginn eyjamaður hafi opinberlega sett út á þessa framkvæmd, svo mig langar aðeins að rifja upp. Bloggvinur minn, Jóhann Elíasson skrifaði athyglisverða grein á blogginu sínu, þar sem meðal annars kemur fram gagnrýni hans á þetta svokallaða norska áhættumats fyrirtæki, sem gaf það út, að það væri 6 sinnum hættulegra að sigla til Þorlákshafnar en Bakkafjöru, eða sem sé, að hálftíma sigling x 1 deilt í 3 tímar x 6 (hvað skyldu þeir hafa fengið borgað fyrir þetta rugl?). Guðmundur organisti hefur gagnrýnt harðlega í skrifum sínum og lýst ekki á þetta. Ég veit hinsvegar ekki, hvaða reynslu og þekkingu hann hefur á málinu. Gísli Jónasson hefur marg ítrekað skrifað greinar um Bakkafjöru, þar sem hann gagnrýnir þessa hugmynd harðlega. Gísli er alinn upp undir eyjafjöllum og þekkir fjöruna og brimið eins og lófann á sér. Gagnrýni hans byggist fyrst og fremst á því, að höfnin verði of lítil, að hún þurfi bæði að ganga lengra út og að varnargarðar þurfi að vera helmingi hærri, en að hans áliti, mun þessi höfn, eins og hún er teiknuð af Gísla Viggóssyni, hugsanlega hverfa á stuttum tíma (eða allavega vera ófær dögum og vikum saman). Sveinn Rúnar Valgeirsson, skrifaði mjög góða grein í Fréttum í sumar, þar sem hann útskýrir hversu fáránlegt það er, að í skýrslu Gísla Viggóssonar, sé gert ráð fyrir því, að í verstu veðrum, geti ferjan hugsanlega tekið niðri á rifinu fyrir utan höfnina, og að á hornunum við innsiglinguna á höfninni þurfi að setja einhverskonar stuðpúða, sem ferjan geti þá farið utan í, þegar erfitt er að komast inn í höfnina. Sveinn Rúnar er einn af okkar reyndustu sjómönnum og reynir í grein sinni, að útskýra, að skip sem tekur niðri í slæmi sjóveðri geti í versta falli slegið flötu í stórsjó, og geti þá bæði verið mjög hættulegt og erfitt að bakka út úr þeim aðstæðum (þetta tel ég ekki boðlegt og ekki þess virði að taka svona séns). Nýlega lenti ég á spjalli við Sigmund Jóhannsson. Sigmund er einn okkar fremstu teiknurum og reiknimeisturum, og útskýrði hann fyrir mér á einfaldan hátt, hversvegna hann vill ekki Bakkafjöruhöfn. Hann einfaldlega reiknaði dæmið frá upphafi til enda, út frá hagkvæmnis sjónarmiði. Hans útkoma varð þessi: það er einfaldlega mun hagkvæmara að fara með stærra og gangmeira skipi til Þorlákshafnar, vegna þess að Bakkafjöru leiðin er 27 km lengri (lágmark) og verður, þegar allt er talið upp, mun dýrari kostur. Mín skoðun á þessu öllu er óbreytt, ég vill frekar stærra og gangmeira skip heldur en Bakkafjöru, og í raun og veru, þá stend ég við það sem ég sagði hérna fyrst. Núna stendur þetta mál upp á bæjarstjórann, ætlar hann að hundsa bæjarbúa, eða ætlar hann að leyfa okkur að kjósa um þetta stærsta mál eyjamanna, sem varðar okkur öll? Auðvitað vona ég, að þessi gagnrýni á Bakkafjöru verði bara af hinu góða og fyrst og fremst til þess að betur verði vandað til verksins (ef þetta verður að veruleika). Ég mun hinsvegar ekki hætta að gagnrýna þessa hugmynd, og það er stór spurning, hvort ekki væri betra fyrir okkur öll og bæjarstjórnina, að kjósa um þetta, til þess að vilji meirihluta bæjarbú sé þá alveg á hreinu. En eins og þetta er sett upp í dag, þá mun ég kenna bæjarstjóranum um, ef illa fer. Meira seinna.
Georg Eiður Arnarson, 10.9.2007 kl. 10:49
Ég ætla að benda fólki á þá staðreynd að öldumælingar í Bakkafjöru undanfarin ár hafa sýnt fram á það hvað er oft ófært yfir veturinn, og mér sýnist það vera þannig að oftast er ófært hluta úr degi eða nánast allan daginn en fært eina ferð, þannig að það yrði kannski ekki ófært í marga daga. Svo er eitt en mikilvægt atriði sem fólk gleymir er það að varnargarðarnir verða að ná út fyrir sandrifið, ef ekki þá er ég hræddur um að sandburður og ófærð verði til trafala og jafnvel að Bakkafjara yrði lítil samgöngubót.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.9.2007 kl. 11:08
Sæll Georg,
þú segir orðrétt,
"Ég hef rætt við marga eldri og reyndari sjómenn heldur en ég er, og eru þeir nánast undantekningalaust allir sammála um það, að þessi Bakkafjara verði meira og minna ófær tvo til þrjá mánuði að jafnaði yfir vetrarmánuðina. Ef það er rétt, þá tel ég það ekki vera boðlegt í samgöngumálum okkar."
Þarna talar þú um menn sem þú hefur rætt við, þessir mörgu og reyndu menn gætu verið þeir sömu og skrifað hafa um þessi mál í fjölmiðla, ég er sammála þér að það er ekki boðlegt ef Bakkafjara verður ófær meira og minna í 3 mánuði.
Heldur þú að þessir framkvæmd væri á skrifborðinu ef fræðimenn teldu Bakkafjöru ófæra meira og minna í 3 mánuði á ári?
Svo skrifar þú,
"og meðal annars segir þú að enginn eyjamaður hafi opinberlega sett út á þessa framkvæmd."
Ég sagi aldrei að enginn Eyjamaður hafi opinberlega sett út á þessa framkvæmd, Georg, ég les blöðin, og veit vel að Gísli Jónasson og Guðmundur organisti hafa gagnrýnt ferjulægið á Bakkafjöru, ég get tekið undir margt sem kemur fram í þeirra skrifum en þeir hafa enn ekki sannfært mig um að þetta sé glapræði.
Ég segi orðrétt.
"ekki ætla ég að gera lítið úr þeirra rökum þó ég hafi persónulega ekki heyrt einn einasta mann mótmæla Bakkafjörunni."
Þarna er ég ekki að vitna í menn sem skrifað hafa opinberlega um Bakkafjöru, heldur frekar menn sem ég ræði við í kaffispjalli um alla Eyju. Bara svo það sé á hreinu!
Ég hef séð skoðanir Jóhanns Elíassonar og Guðmundar organista ásamt annara og mun ég aldrei gera annað en að virða skoðanir þeirra á þessum málum.
Sigmund er snillingur og tel ég eðlilegt að hlíða á skoðanir hans á Bakkafjöru, þó held ég að hans útreikningar séu ekkert merkilegri en útreikningar fræðimanna sem unnið hafa við rannsóknir á Bakkafjöru.
Þó get ég tekið undir margt sem kemur fram hjá Gísla Jónassyni, ef varnargarðurinn þarf að vera helmingi hærri og lengri þá er það í góðu lagi mín vegna, þess vegna segi ég að það skiptir mig engu hvort framkvæmdin kosti 5 milljarða eða 50 svo lengi sem þetta sé gert á öruggann og góðan máta, ég verð að trúa og treysta þeim mönnum sem ákváðu að skella þessari framkvæmd á koppinn, enda standa þeir og falla með þeirri ákvörðun.
Ég veit ekki með ykkur F-lista fólk en ég get tekið undir margt sem þið hafið bent á, þó verð ég að viðurkenna að ég sé ekki hag Eyjanna fyrir brjósti með að bjóða upp á áframhaldandi ástand í samgöngumálum, sem er nýr Herjólfur með tilheyrandi hömlum.
2 ferðir á dag er engin framtíðarlausn, stærra skip þýðir áfram orkufrekt skip sem þarf enn að sigla 40 mílur til Þorlákshafnar, rekstrarkostnaður skipsins verður hár sem bitnar á fargjöldunum, ef fargjöldin lækka ekki mun það fyrst og fremst bitna á okkur Eyjamönnum.
Hver er meginástæða fólksflóttans frá Eyjum síðustu ár? Ekki veit ég ástæðuna en tel þó að samgöngumálin gætu spilað stóra rullu í þeim málum.
Með stórbættum samgöngum sem ég tel að ferjulægið í Bakkafjöru sé, mun margt breytast til hins betra, ferðir yrðu tíðari milli lands og Eyja, sem er aukið frelsi fyrir okkur, auðveldara verður að koma á aukaferðum yfir háannatíma ef þörf er á, ferðamenn sem eiga leið um Suðurland munu frekar skreppa til Eyja í dagsferð sem er jákvætt, fargjöld munu lækka í samræmi við lækkun rekstrarkostnaðar skipsins, þó sumir telji svo ekki vera.
Meira síðar,
Kveðja,
Grétar Ómarsson, 10.9.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.