13.9.2007 | 17:57
Bakkafjara og Vestmannaeyjar
Það er búið að vera hvasst í dag, en fært við Bakkafjöru. Hinsvegar er rokið það mikið, að mjög erfitt yrði að komast gegnum moldar og sandrokið, og eiginlega hálf ótrúlegt að Landgræðslustjóri ætli sér að græða upp lítið svæði við Bakkafjöru, þegar við sjáum nánast alla suðurströndina, sem einn sand og moldarmökk.
En að öðru. Mér þótti dapurt að sjá að vinur minn, Friðfinnur í Eyjabúð, er búinn að setja búðina á sölu, og til að bæta gráu ofaná svart, þá átti ég ágætis samtal við kunningja minn, sem rekur aðra verslun hér í bæ, sem sagði mér þær fréttir, að hann væri líka að íhuga að setja sína verslun á sölu. Þetta er svolítið merkilegt, þegar horft er til þess, að í viðtölum, þá sér bæjarstjórnin okkar, nánast ekkert nema bjart framundan. Vonandi fáum við betri fréttir á næstunni.
Eitt af því sem vakti athygli í þessari viku, er sú staðreynd, að fjöldi báta kemst ekki á sjó, vegna manneklu. Þetta er kannski ríkjandi dæmi um að sjómenn eru farnir að taka mark á þeim skilaboðum, sem Ríkisstjórnin er að senda okkur. Það á að fækka sjómönnum og fiskverkafólki, og þegar horft er á þessar fátæklegu mótvægisaðgerðir, sem Ríkisstjórnin boðar, er þá nema furða, þó að sjómenn séu fljótir að hlaupa í eitthvað annað, ef eitthvað annað býðst. Það er því miður staðreynd að hér í Vestmannaeyjum er alveg sama, hvað menn hafa reynt, við höfum ekki fundið neitt sem getur komið í staðinn fyrir fiskveiðar og fiskvinnslu. Ég sá reyndar frétt í vikunni þar sem að fyrirtæki sem mist hafa mikinn kvóta vegna niðurskurðar á Þorsk kvótum ætla að svara því með því að reyna að fullvinna fiskinn í neitenda pakkningar, mjög jákvætt.
Eitt að lokum , mér er sagt að stórútgerðin sé kominn með svarið við niðurskurði á kvótanum: 30 % niðurskurður = 30 % hækkun á kvótanum sem þíðir að hér eftir kostar það 4400 kr að kaupa eitt kg af þorski óveitt í sjónum. Er nema furða að menn hristi höfuðið yfir þessu. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sástu Gresssan í sjónvarpinu í kvöld?...eða var mig að dreyma....?
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 19:46
Jebbs, á við hann.....sástu hann?
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:25
mamma prjónaði peysuna sem hann var í......og ég keypti garnið. Amma fitjaði upp á prjónana og pabbi gekk frá endunum........
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:26
Sæll Georg, ég get sagt þér að eitt skipa Granda varð bundið við bryggju í fjóra daga í sumar og skipstjórar kvarta mikið yfir því hvað er erfitt að manna þessi fiskvinnsluskip, svo Grandi brá á það ráð að bjóða köllunum um borð 550-þúsund krónur í tryggingu á mánuði gegn því að menn skuldbindi sig til að vera um borð í þrjá mánuði.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.9.2007 kl. 20:03
Í dag vilja allir vinna í bönkum (þar segja sérfræðingarnir að peningarnir verði til) og svo er þar um að ræð "þægilega innivinnu" hvað eiga menn að vera að skrölta úti á sjó (og þar fyrir utan segja "sérfræðingarnir" að sjávarútvegurinn sé bara "baggi" á þjóðfélaginu). En að öllu gríni slepptu þá er umræðan í þá átt að sjávarútvegur sé ekki "kool" og eftir höfðinu dansa limirnir. En segir ekki þessi ráðstöfun Granda okkur það að tekjutrygging sjómanna sé alveg út úr kortinu í dag? Ástandið er orðið slæmt þegar útgerðarmenn eru farnir að sjá hlutina en ekki sjómannaforystan og grípa til aðgerða óumbeðið.
Jóhann Elíasson, 15.9.2007 kl. 09:41
Góðan daginn Hanna Birna, já það er rétt hjá þér að það er gott að hafa tryggingu, þú manst kannski eftir því þegar pabbi og hans samferðamenn til sjós í kringum 1962 fengu uppgjör í lok vertíðar og svo um jól næst. Jú Hanna Birna það er ekki gott að manna þessi skip okkar hér í Eyjum og jafnvél víðar á landinu, þetta skapast mikið til af því að atvinnuframboð er bara miklu meira í þjóðfélaginu, þenslan alltof mikill og bankarnir fitna í verðbólgunni.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 09:58
Góðan daginn Jóhann, þess vegna finnst mér við geta krafist góðra launa, maður fer ekki heim í hádegismat eð í rúmmið á kvöldin, borðstokkurinn hamlar því og svo er miklu meira harðræði til sjós, ég er viss um að margar stéttir myndu ekki láta bjóða sér þau vinnubrögð og viðmót sem við sjómenn þurfum að þola dag hvern af yfirmönnum okkar.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 10:24
Sæll Georg, það er gaman fyrir brottflutta gamla sjómenn og Eyjamenn að fylgast með blogginu þínu, því þar koma stundum fréttir sem gaman er að fylgjast með. Til dæmis þessi að Friðfinnur skuli vera að selja Eyjabúð það er að mínu mati stórfrétt, hann er þriðji ættliðurinn sem hefur rekið þessa einstöku búð sem allir Eyjabúar hafa verslað við alla vega karlmenn. Eyjabúð er sérstök vegna þess að hún er lítið sem ekkert breytt frá því menn muna eftir sér og er maður nú komin til ára sinna, þegar ég kom þar í sumr var meira segja sama góða lyktin í búðini. Vonandi verður einhver til að kaupa Eyjabúð og reka hana áfram. Frá 1951 og allar götur síðan hefur verið auglýsing frá Eyjabúð í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og oft sami texti eins og þessi frá 1951: Til og frá sjónum liggur leiðin í EYJABÚÐ hamingjuóskir með Sjómannadaginn. Þetta er eða allavega var staðreynd áður en þetta "besta" fiskstórnunarkefi heims var innleitt.
Einnig finnst mér það merkileg frétt að ekki skuli vera hægt að manna þau fiskiskip sem gerð eru út frá Vestmannaeyjum í dag, það er að vísu ekki nýtt að erfitt er að manna fiskiskip í Eyjum, en það er svolítið undarlegt vegna þess að skipin eru ekki svo mörg. Hafa fækkað um 60 70 á síðustu 10 til 15 árum.
Takk fyri þetta Georg
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.9.2007 kl. 10:45
Góðan daginn Sigmar Þór og sæll og blessaður, gaman að sjá skrif þín hér sem annarstaðar, ég er sammála þér og þetta með mannekkluna þá er það rétt að þetta hefur oft komið upp áður, en nú er upplísingarnar miklu meir en áður. með Eyjakveðju frá eyjuni fögru.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 12:39
Ég er sko hjartanlega sammála þér, Helgi Þór, sem fyrrverandi sjómaður þekki ég vel kjör sjómann og þeir eiga allan minn stuðning í sinni kjarabaráttu. Ég get sagt þér eina litla sögu, sem því miður er nokkuð algengt dæmi um þann misskilning sem er hjá fólki, varðandi tekjur sjómanna. Þannig var að fyrir nokkrum árum var ég að kenna í einum af framhaldsskólum landsins. Eftir að menn vissu það að ég var fyrrum sjómaður fékk ég að heyra nokkuð miklar "tröllasögur" um laun sjómanna og voru sjómenn óspart gagnrýndir á kennarastofunni. Þessu lauk með því að ég bauðst til að útvega þessu fólki "pláss" á togara, sem ég þekkti tilá og var þá og er nokkuð þekktur fyrir góð aflabrögð. Það var aðeins einn sem þáði boðið svo ég hafði samband við kunningja minn, sem var stýrimaður á viðkomandi togara og varð það úr að sá sem boðið þáði færi einn "túr" um páskana. En eftir þennan "túr", sem var mjög góður í afla, lítil netavinna og góð veður (þó betra hefði verið að fá almennilega brælu), sagði þessi maður að aldrei framar myndi hann öfundast útí sjómenn, vegna tekna þeirra, Þeir fengju sko að vinna fyrir hverri krónu. Eftir þetta studdi þessi maður mig alltaf á kennarastofunni, þegar málefni sjómanna bar á góma.
Jóhann Elíasson, 15.9.2007 kl. 13:58
Heill og sæll Helgi þór, ég hef fylgst með síðunni þinni frá því ég fór að fylgjast með blogginu, og hef gaman af að fylgjast með skrifum ykkar sjómanna. Þetta er jú það sem maður hefur áhuga á og maður þekkir. Það er merkilegt að það skuli vanta menn á skipin í Eyjum, en hvernig er með nýjustu skipin? er ekki gott að manna þau? Takk fyrir góða Eyjakveðju.
kær kveðja Sigmar Þór
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.9.2007 kl. 19:18
Það held ég að verði skrítið fyrir margan þegar eyjabúð hverfur. Er það ekki staðreynd að umræðan í þjóðfélaginu gagnvart sjómönnum fælir menn frá þessari grein. Einnig er það ekkert skrítið í sjálfum sér að menn skuli hrökklast frá þessari grein eins og stefna er orðin á þessu. Ef maður hefði látið sér detta til hugar að þessi þróun hefði orðið á þessu hefði maður sennilega valið annan skóla en Stýrimannaskóla Vestmannaeyja á sínum tíma. Gaman að sjá Simma hér á blogginu.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 09:45
Sæll Hallgrímur, já ég fór í Eyjabúð í gær og spjallaði við Friðfinn, hann sagði mér að suma dagana væri hann jafnvel alveg kauplaus. Ástæðan er bæði færra fólk, minni floti og stórar samsteypur eins og Húsasmiðjan, sem geta boðið verð, sem hann á engan möguleika á að keppa við. Sammála þessu með stefnuna gagnvart sjómönnum. Það á greinilega að útrýma okkur og það kæmi mér ekki á óvart, að skoðanir sumra stjórnmálamanna um að hér eigi bara að vera eitt stórt borgarríki og að landsbyggðinni megi blæða út séu ennþá við líði, þó þeir viðurkenni það ekki opinberlega. Eins líst mér illa á þær hugmyndir hjá mörgum peningastofnunum um að leyfa eigi erlendum aðilum að fjárfesta líka í kvótanum, til þess að hagræða enn frekar, en er hræddur um að núverandi ríkisstjórn, og þá sérstaklega samfylkingin, sé hlynnt þessu, með þeim skilyrðum að ríkið fái sinn hlut í formi veiðigjalda.
Georg Eiður Arnarson, 16.9.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.