Það er margt og mikið að gerast í Eyjum þessa dagana

Mikið hefur verið rætt um Bakkafjöru á minni bloggsíðu og eru mjög skiptar skoðanir, hvort að Bakkafjara sé einhver raunveruleg samgöngubót, eða tilraunastarfsemi á kostnað eyjamanna.

Ég hitti vin minn, Friðrik Ásmundsson á spjalli áðan. Friðrik hefur verið skólastjóri Stýrimannaskólans í mörg ár, og þar á undan sjómaður og skipstjóri á mörgum bátum hérna við eyjar. Friðrik tók undir minn málflutning og telur Bakkafjöru vera mikið óráð í samgöngumálum okkar, t.d. vorum við alveg sammála um það, að þó að Herjólfur hafi farið í morgun, þá hefði það verið mjög erfið og hættuleg sigling að ætla að komast inn í Bakkafjöru í austan 30 eins og var í morgun.

En að öðrum málum. Ég var að tala við einn af starfsmönnum Fiska og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Sagði hann mér að fjöldi lundapysja sem hafði komið til þeirra í vigtun, væri kominn yfir 1000, sem gefur vísbendingu um það að nýliðun í lundastofninum verði í góðu meðallagi, en að sjálfsögðu þarf að rannsaka það betur.

Eitt af því sem vakið hefur mesta athygli, eru þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir við niðurskurði í þorskveiðiheimildum. Það sem vekur mesta athygli mína, er sú úthlutun sem ætluð er til okkar í eyjum. Sem er, eftir því sem ég veit best, tvö ný störf í Rannsóknarsetri Vestmannaeyja og einhverjir peningar þangað líka. Ég velti því hinsvegar fyrir mér, hvað sjómenn, útgerðarmenn og fiskverkafólk hefur út úr þessu, og sýnist mér að svarið sé: ekkert.

Í Fréttablaðinu í dag fjallar Þorsteinn Pálsson um þessar mótvægisaðgerðir, þar sem hann segir að í stöðunni séu tveir ólíkir kostir. Að hans mati er betra að setja fé í þróunar og atvinnusköpun, frekar en til að bæta kjör þeirra sem missa mest við niðurskurð á veiðiheimildum. Hann viðurkennir hinsvegar að fé í þróunar og atvinnusköpun hefur ekki alltaf skilað sér tilbaka. Því er ég honum sammála og þess vegna er ég honum ósammála.  Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 15.9.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband