16.9.2007 | 18:22
Fór á sjó í fyrradag
Fór á sjó í fyrradag vestur fyrir eyjar. Veðrið var ekkert sérstakt, sunnan kaldi og talsverður sjór, sem lægði þó þegar leið á. Þegar ég var kominn vestur á Þorsteinsboða, lagði ég 8 bjóð, sem ég var með umborð og þegar ég var búinn að draga, hafði ég fengið um tonn af blönduðum fiski.
Undarlegt atvik átti sér stað, þegar ég var hálfnaður að draga.
Upp úr sjónum kemur svona ca. 3 kílóa þorskur og þegar hann er kominn í blóðgunarkassann hjá mér, finnst mér eins og hann líti á mig og segir:
" Heyrðu, þú ert ekki MK"
og ég svaraði."Og hvað með það?"
og þorskurinn svaraði: "En mér skilst að ég sé eign MK. Ég hafi verið honum úthlutaður og enginn annar megi veiða mig."
Ég svaraði bara: "Eins og þú sérð, þá er ég búinn að veiða þig."
Enn maldaði þorskurinn í móðinn og sagði: "En ég var að gera mér vonir um að komast eina ferð með nýju þyrlunni hans MK."
En aftur svaraði ég: "Mér er alveg sama um það, ég er búinn að veiða þig."
Þá sagði þorskurinn: "Átt þú nokkurn kvóta fyrir mér?"
"Nei, svaraði ég, en er þó búinn að leigja mér þorskkvóta."
Seinna tók ég þennan sama þorsk og ætlaði að gera að honum, þá sagði hann: "Heldur þú að það hefði ekki verið munur að fá kannski að fara einn hring um eyjuna í þyrlunni hans MK.
" Ég svaraði einfaldlega: "Já en einhver verður að borga bensínið á þyrluna."
Þessari sögu var gaukað að mér af kunningja mínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi saga er fábær Georg, þorir höfundurinn ekki að láta nafn sitt við hana?
Svona sögur gera bloggið skemmtilegt
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.9.2007 kl. 21:10
En þar sem þú varst að veiða leigukvóta, var þá þorskskrattinn ekki eftir allt saman eign MK??
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:53
Já strákar, þið spyrjið, reyndar er mk ekki þekktur fyrir að leiga frá sér kvótann og er örugglega betri en margir, en kerfið er hinsvegar meingallað og eðlilegt að menn leigi frekar frá sér heldur en að veiða , það gefur bara miklu meira af sér og enginn kostnaður.
Georg Eiður Arnarson, 16.9.2007 kl. 22:22
Góður
Magnús Þór Hafsteinsson, 17.9.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.