ÍBV 4 Fjölnir 3

Frábær leikur hjá ÍBV, sérstaklega hvernig liðið kom til baka eftir að það lenti undir. Það er verst að þetta dugði ekki til en við förum bara upp á næsta ári. Ég vona það að okkur takist að halda í þennan manskap sem vann öll efstu liðinn í 3 síðustu leikjunum, gangi það eftir þá er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.

Í dag var tekinn fyrsta skóflustungan af tilvonandi knattspyrnuhúsi okkar eyjamanna, eins og við vitum öll þá eru íþróttir eitt af því besta sem við getum gert til að sporna við því að börnin okkar og unglingarnir leiðist út í óreglu, svo fyrir mína hönd og öruglega margra annarra langar mig að þakka Bæjarstjórninni okkar fyrir að taka þessa ákvörðun. ÁFRAM ÍBV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju með það Georg.

ps. viltu vera svo elskulegur að senda mér póst á gmaria@internet.is um netfang til þinnar ektakvinnu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.9.2007 kl. 01:43

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef alltaf haft góðar taugar til ÍBV. Þið hafið átt margar frábæra knattspyrnumenn sem hafa gert garðinn frægann heima og erlendis. Synd að liðið hafi ekki komist upp.

p.s. 

Þetta segi ég þó ég sé óforbetranlegur þróttari.  

Sigurður Þórðarson, 3.10.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband