29.9.2007 | 11:26
Bakkafjara
Í Fréttablaðinu í gær ( á bls 26 ) er grein eftir vin minn Gísla Jónasson, þar sem hann ítrekar mótmæli sín við þessari framkvæmd eins og hún er hugsuð í dag. Gísli hefur áratuga reynslu af Bakkafjöru bæði sem skipstjóri og vegna þess að hann átti heima þarna. Mér finnst því miður allt of margir eyjamenn hunsa aðvaranir okkar reyndustu skipstjóra og vera allt of tilbúinn að treysta þessum aðilum sem rannsakað hafa Bakkafjöru í aðeins ca 3 ár.
Að lokum, ítreka skoðanakönnunina á síðunni minni. Bakkafjara : já eða nei. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst alveg merkilegt hvað meirihluti Vestmannaeyinga virðist "gleypa" við áróðri fyrir þessari arfavitlausu framkvæmd sem Bakkafjörudæmið er. Gera menn sér enga grein fyrir hvaða afleiðingar það hefur ef og þegar þetta "floppar"?
Jóhann Elíasson, 29.9.2007 kl. 20:59
Sæll Jóhann, ég er ekki viss um að það sé meirihluti fyrir þessu hér í eyjum, en kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að Bæjastjórnin þorir ekki með þetta í kosningu.kv.
Georg Eiður Arnarson, 29.9.2007 kl. 22:07
Við skulum vona að þú þeir sem eru á móti Bakkafjörudæminu séu ekkert mikið á blogginu því ekki verður maður mjög bjartsýnn á að fólk sé mjög vel með á nótunum þegar maður skoðar niðurstöður þeirra kannana sem þið Hanna Birna eruð með á síðum ykkar.
Jóhann Elíasson, 29.9.2007 kl. 22:20
Sæll Jóhann, ég hitti kunningja minn í gær sem er búinn að kjósa bæði á vinnutölvuna og heima, og já í bæði skiptin. hann sagði mér hinsvegar frá því að báðir foreldrar hans eru á móti Bakkafjöru en geta ekki kosið því þau eiga enga tölvu. Munurinn á þeim og honum er fyrst og fremst reynsla þeirra en ofurtrú hans á fræðingum, fyrir utan það að hann hefur aldrei migið í saltan sjó. Miðað við hvernig Bæjarstjórinn talar þá ætti skoðanakönnunin að vera 80 til 90% já, svo ég er bara nokkuð sáttur. kv.
Georg Eiður Arnarson, 29.9.2007 kl. 22:50
Heill og sæll Georg eru ekki hissa á því hvað fáir taka þátt í þessari skoðanakönnun? Ég hélt satt að segja að áhugi væri meiri.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.9.2007 kl. 23:42
Heil og sæl Hanna Birna. Þá er mikil breyting orðin á Vestmannaeyingum ef þeir þora ekki að tjá sig í þessu mikilvæga máli Eyjana. Kannski verður sprenging í þessu ef þetta verður augýst í Eyjablöðunum og grein Georgs kemur á prent.
Georg þú ættir að setja þessa grein hér á Bloggið.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2007 kl. 01:00
Hvers vegna var Vaktin seld, gekk hún ekki vel og var mikið lesin ?
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.