Kvótinn

Landssamband smábátaeigenda

5. október 2007 :

Veiðigjald – rukkað fyrir þorsk í fyrstu lotu

Útgerðum hafa nú borist greiðsluseðlar frá Fiskistofu um veiðigjald. Undrun vekur að á seðlunum er þorskurinn ekki undanskilinn eins og búast hefði mátt við af yfirlýsingu stjórnvalda um mótvægisaðgerðir.

Skýringin á þessu er sú að sbr. 23. gr. laga nr. 116 um stjórn fiskveiða skal Fiskistofa innheimta veiðigjald. Gjalddagar eru þrír, 1. október, 1. janúar og 1. maí. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Þar sem engar breytingar hafa enn verið gerðar á lögunum var því ekki heimilt að undanskilja þorskinn á greiðsluseðlinum.

Gera má ráð fyrir að frumvarp sem afnemur veiðigjald á þorski verði fljótlega að lögum og í kjölfarið verður þá væntanlega sendur nýr greiðsluseðill, þar til gildir áðurnefndur greiðsluseðill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband