Kvótinn

Landssamband smábátaeigenda

10. október 2007 :

Smábátafélagið Strandir – rækjubætur skertar þvert ofan í gefin loforð

Aðalfundur Smábátafélagsins Stranda var haldinn á Drangsnesi 2. október sl. Strandamenn fjölmenntu til fundar og hefur mæting ekki verið betri um langt árabil.
Formaður Stranda Haraldur Ingólfsson setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti – formann og framkvæmdastjóra LS - velkomna. Að því loknu var gengið til dagskrár.

Umræður voru afar líflegar og greinilegt að Strandamenn ætla að berjast áfram þrátt fyrir hina gríðarlegu skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram megn óánægja með minni úthlutun til báta sem notið hafa „rækjuuppbóta“. Fullyrt var að sjávarútvegsráðherra hefði fullyrt fyrir kosningar á fundum á Dragnsnesi og Hólmavík að þær yrðu óbreyttar til ársins 2011. Úthlutun nú segði annað og því væri það krafa fundarins að hún yrði leiðrétt þegar í stað.Haraldur Ingolfss07.jpg

Þá kom fram óánægja með andvaraleysi Hafrannsóknastofnunar gagnvart snurvoðaveiðum. Strax þyrfti að breyta reglum í þá átt að snurvoð liti sömu lokunum og botntroll. Í þessu sambandi var bent á að Hornbanki og Reykjafjarðaráll væri lokað fyrir botnvörpu og línu en þar mætti veiða með snurvoð.Strandi 1 07.jpg

 

Helstu ályktanir aðalfundar Stranda eru þessar:

Mótmælt er harðlega niðurskurði í þorskveiðiheimildum á yfirstandandi fiskveiðiári.
Fundurinn telur engin rök vera fyrir svo miklum niðurskurði, sem hafi miklar neikvæðar afleiðingar fyrir atvinnulíf á Ströndum.

Ennfremur mótmælti fundurinn harðlega öllum hugmyndum um að opna ný veiðisvæði fyrir togveiðarfærum, frekar ætti að loka fleiri veiðisvæðum fyrir dregnum veiðarfærum.

Tilhögun grásleppuveiða verði með sama hætti og á síðasta fiskveiðiári.

Mótmælt er harðlega skerðingum; rækjubótum hjá bátum við Húnaflóa, þvert á gefin loforð sjávarútvegsráðherra. Þar sem ráðherrann lofaði á fundum bæði á Hólmavík og Drangsnesi síðastliðið vor, að bæturnar yrðu ekki skertar fram að árinu 2011.

Skorað var á sjávarútvegsráðherra að kvika í engu frá núgildandi slægingaprósentum.

Mótmælt er þeim mikla seinagangi við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2006-2007. Fundurinn telur vinnubrögð varðandi úthlutunina alveg óásættanlega og sjávarráðuneytinu til skammar.Strandir 2 07.jpg

Að lokum samþykkti fundurinn að „skora á stjórnvöld að stórhækka sjómannaafslátt.
Hækkunin yrði liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda.“


Stjórn Stranda skipa eftirtalin:
Haraldur Ingólfsson formaður
Anna Þorbjörg Stefánsdóttir ritari
Már Ólafsson gjaldkeri

Fulltrúi Stranda í stjórn LS er
Már Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband