12.10.2007 | 15:55
Bakkafjara
Nú hafa 220 kosið í skoðanakönnunni minni, Bakkafjara-já, eða nei. Í dag eru aðeins 4 dagar eftir og skora ég enn og aftur á fólk, sem hefur skoðun á þessu máli að taka þátt.
Vinur minn, Sigursveinn Þórðarson, skrifaði grein á blogginu sínu, þar sem að hann minnist á mína skoðanakönnun og þá skoðanakönnun sem Grétar Ómarsson stendur fyrir. Í bloggi sínu segir Svenni, að þessar tvær skoðanakannanir séu sambærilegar að mörgu leiti, nema kannski hvernig kosningin stendur, því er ég honum algjörlega ósammála. Því að þó að fleiri séu samþykkur Bakkafjöru í könnunni hjá Grétari heldur en hjá mér, þá hafa, eins og staðan er núna, aðeins 56 kosið hjá Grétari, en 220 hjá mér (enda hef ég bæði auglýst könnunina í Vaktinni og írtrekað beðið fólk endilega um að taka þátt, því þetta er sennilega eini möguleiki okkar að segja okkar skoðun). Grétar og Svenni eiga það sameiginlegt að hafa báðir lýst því yfir, að þeir treysti vísindamönnunum fyrir þessu og finnst mér það vera ósköp eðlilegt, þar sem hvorugur þeirra hefur litla eða enga reynslu af því að vera á sjó eða í Bakkafjöru.
Síðastliðna viku á ferð minni á Tenerife barst Bakkafjara oft á tal meðal okkar eyjamanna. Flestir voru á móti Bakkafjöru, en að sjálfsögðu talaði ég líka við menn, sem ég veit að eru fylgjandi Bakkafjöru. Vinur minn, Vignir, faðir bæjarstjórans orðaði þetta einfaldlega þannig. Bæjarstjórnin hefur tekið sína ákvörðun og við eyjamenn eigum einfaldlega að þjappa okkur á bak við bæjarstjórnina vegna þess, að úr þessu kemur þetta eiginlega okkur ekki við. Ég sagði honum það, að ég væri nú ekki alveg tilbúinn að samþykkja þetta.
Langar að nefna nokkur sjónarmið. Áðan hitti ég konu að máli, sem sagðist vera hlynnt Bakkafjöru vegna þess einfaldlega, að hún þoli ekki að þurfa að þvælast með Herjólfi í þrjá klukkutíma, sjóveik og illa höfð. Þetta sjónarmið skil ég vel, enda er ég ekki talsmaður núverandi Herjólfs heldur mun stærri og gangmeiri Herjólfs.
Fyrir nokkru síðan nefndi ég vin minn, sem er búinn að kjósa já hjá mér. Hans afstaða var þessi. Mér er alveg sama, þó stundum verði ófært yfir vetrarmánuðina, bara ef ég kemst þegar mér hentar á sumrin. Í þessu sambandi langar mig að nefna annað sjónarmið. Ég ræddi við einn af þeim sem stjórnar í fiskvinnslunni Godtháb. Sagði hann mér, að þeir yfirmenn þar væru alfarið á móti Bakkafjöru, vegna þess að þeir kaupa stundum mikinn fisk ofan af landi og þurfa að treysta á öruggar og traustar samgöngur allan ársins hring. Sjálfur get ég nefnt það, að stundum landa ég fiski á fiskmarkað Vestmannaeyja og þarf að treysta á að kaupendur ofan af landi, geti treyst því að geta fengið fiskinn með fyrstu ferð. Annað er ekki hægt að bjóða upp á.
Eitt langar mig að nefna í viðbót, og það er varðandi þetta svokallaða áhættumat. Það er mjög einfalt að reikna siglingaleiðina upp á Bakka sem einn, í áhættu = 30 mín. á móti Þorlákshafnar leiðin sem 6 deilt í þrjá klukkutíma. Ef hinsvegar við tökum inn í dæmið hvert við erum flest að fara, þ.e.a.s. á höfuðborgarsvæðið og tökum aksturinn inn í áhættumatið, þá er nokkuð ljóst að sennilega væri leiðin til Þorlákshafnar einn, á móti Bakkafjöru, sennilega c.a., 200, því eins og við vitum öll, þá er það staðreynd að slys umborð í Herjólfi eru nánast ekki þekkt, en slys á suðurlandsvegi mörg á hverju ári. Bara þetta atriði finnst mér næg ástæða til að staldra við og ítreka þá skoðun mína að við eyjamenn ættum að fá að kjósa um þetta.
Um borð í Herjólfi í gær lenti ég á spjalli við mann og barst á tal með okkur þessi nýjasta seinkun á framkvæmdinni, sem allt bendir til þess að verði, og sagði hann mér þá skoðun sína, að hann spái því, að Bakkafjöruhöfn verði ekki tilbúin eftir þrjú ár, fjögur ár eða jafnvel hugsanlega ekki eftir fimm ár.
Vonandi verður þetta bara í lagi, en ég hef áhyggjur af því að þetta muni skaða eyjarnar miklu frekar en að bæta. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
HÆ
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2007 kl. 23:18
Eins og ég benti þér á annars staðar á þessari síðu Georg þá geturðu ekki búist við að könnun sem er svona sett upp sé tekið mark á, þar sem nóg er að eyða cookies af síðunni þinni og þá geturðu kosið aftur og aftur eins oft og þú vilt. Það þarf að verja svona kannanir allavegna með ip tölu kosningu en ekki cookies.
Hjölli (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 08:04
Sæll Hjölli, já mér er sagt að það sé ekki mikið mál að svindla í þessu, en hver gerir það og til hvers , ekki græði ég neitt á því. Eins og ég hef svo oft sagt þá er þetta eini möguleiki okkar til að segja okkar skoðun og ég treysti því að fólk taki þátt á heiðarlegan hátt.
Sumir vilja reyndar meina að stefna bæjarstjórnarinnar í þessu sé einhverskonar örvæntingarfull tilraun til að stækka atvinnu svæði okkar, ef að það er rétt af hverju ekki að koma þá hreint fram?
Ég vill fá stærri og gangmeiri Herjólf vegna þess að þar eru engin ef. kv.
Georg Eiður Arnarson, 13.10.2007 kl. 11:16
Já sæll Georg og ég vona svo innilega að allir séu eins heiðarlegir og þú. En eina sem ég sé ef það kemur stærri og gangmeiri Herjólfur þá þarf að stækka höfnina í Þorlákshöfn umtalsvert og spurning hvort að það komi ekki stórskipahöfn þar og þá er höfnin hjá okkur mjög illa stödd held ég, þannig að ég held að það séu bara mun fleira sem kemur að þessu en bara Herjólfur, ég held að okkar besta samgöngubót ef ekki bakkafjara þá eru það 2 skip sem mætast þá þarf ekkert að breyta neinu í höfninni og við gætum enn stefnt að því að setja stórskipahöfn hér, finnst umræðan um annan og stærri Herjólf ekki vera það besta fyrir okkur, en það er mín skoðun.
Held að ef við værum með 2 skip sem mætast þá erum við að tala um að þá er allavegna hægt að sækja á í ferðamálum en samt sem áður ef að bakkafjara virkar þá er það mikið betri kostur í sambandi við ferðamálin.
Og ef menn segja að það sé enginn samgöngubót að fara í bakkafjöru frekar en þorlákshöfn þá gleyma andstæðingar bakkafjöru oft því að skipið á að sigla mun tíðar á milli lands og eyja og þá eru þeir Vestmannaeyingar sem eru í fríi eða einhverjum erindagjörðum uppi á landi ekki eins bundin af þessum tíma eins og er núna s.s 12 og 19:30, það er nefnilega algerlega óþolandi að þurfa að skreppa til RVK t.d til læknis og þú ferð til læknis kannski kl 12 eða 13 og svo þarftu að bíða í RVK alveg til 18:30 eða þangað til þú þarft að leggja af stað í höfnina. Svo finnst mér tíminn sem menn eru að tala um að taki að keyra á milli bakka og Rvk svolítið ýktur s.s 2 tímar ég hef keyrt nokkrum sinnum þarna og tel mig ekki það kunnugan slóðum þarna en aldrei hefur mér tekist að vera meira en 1 tíma og 40 mín þarna á milli og ekki keyri ég neitt greitt þarna á milli.
Hjölli (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:21
Sæll Hjölli. Aðeins í sambandi við stækkunina á höfninni í Þorlákshöfn, þá er mér sagt, að nú þegar sé hún nógu stór fyrir allt að 105 metra Herjólf. Varðandi tímamörkin á keyrslunni Bakki - Reykjavík, þá er ég alveg klár á því að þá vegalengd fer enginn á minna en tveimur tímum miðað við eðlilega keyrslu. Hins vegar er ég ekki í nokkrum vafa um það að margir munu freistast til að gefa vel í, eins og við þekkjum úr umferðinni á landinu okkar, þannig að það er óhrekjanleg staðreynd að slysahættan á þessum tveimur leiðum á höfuðborgarsvæðið, Bakkafjöru leiðin eða Þorlákshafnar leiðin, er án nokkurs vafa Þorlákshafnar leiðinni í hag. Og aðeins í sambandi við stórskipahöfn, ég vil slíka höfn í eyjum en ekki í Bakkafjöru. Kv.
Georg Eiður Arnarson, 13.10.2007 kl. 19:50
Mitt stærsta áhyggjuefni varðandi þessa hafnargerð er nákvæmlega það atriði hvernig menn ætla að hemja náttúruöflin við ströndina við hafnargerð sem þessa því svo vill til að þó nokkrum sinnum hafa verið kannaðir möguleikar hafnargerðar við Suðurströnd landsins en menn ætíð horfið frá slíkum hugmyndum.
Hvað mun það kosta að halda náttúruöflunum í skefjum þ.e. varðandi tilfærslu sandsins fram og til baka í veðrum og vindum svo sem endalausar dýpkunarframkvæmdir og grótkeyrslu til að styrkja varnargarða ?
Mér dettur ekki í hug að lokafrágangur framkvæmda og opnun þýði endanlegan kostnað varðandi framkvæmd þessa, því fer fjarri.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2007 kl. 02:26
Já sæll Georg það er rétt að Þorlákshöfn á að taka 105 metra samkvæmt fræðinni en athugaðu það sem skipstjórar á Herjólfi segja þeir eru allir sammála því að það væri mjög erfitt að fara á stærra skipi þarna inn en Herjólfur er. Þessar ferðir sem eru að falla niður vegna veðurs eru eingöngu að falla niður því þeir treysta sér ekki með þennan Herjólf inni höfnina í þorlákshöfn. Þannig að það væri örruglega ekkert mál að fara með 100 metra langt skip þarna inn í blíðu en ég er asskoti hræddur að fráföllin sem yrðu ef það kæmi stærra skip í þorlákshöfn. Endilega spjallaðu við Ívar, Steinar eða Fúsa um það mál að fara með stærra skip þarna inn eins og höfnin er í dag því eins og þú segir þá á ekki alltaf að hlusta á fræðinganna heldur mennina með reynsluna og þarna hafa þeir hana.
Hjölli (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:51
Það er alveg rétt hjá Hjölla með keyrsluna til Reykjavíkur frá Bakka, ekki er ég viss um að það þurfi að stækka Þorlákshöfn en það verður að dýpka hana mikið hún er of grunn fyrir núverandi Herjólf, svo vitum við sjómenn það að stærra skip fer betur með fólk í sjó.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 19:41
Sæll Hjölli. Já, ég hef rætt nokkrum sinnum við Fúsa og átti eitt sinn ágætis samtal við Sigmar Gíslason. Aðallega ræddum við um Bakkafjöru og vorum við sammála um að Bakkafjara væri vitleysa. Varðandi innsiglinguna í Þorlákshöfn, þá er stærsta vandamálið þar suðlægar áttir, þar sem oft stendur vindurinn þvert á bæði innsiglinguna og á aðstöðuna sem Herjólfur þarf að leggjast að. Þett vill ég leysa með því að fá sambærilegt skip og Smyril í Færeyjum, skip sem er með gríðarlega öflugar hliðarskrúfur, svo öflugar að skipið lætur fullkomlega að stjórn, þó aðstæður séu erfiðar. Einnig er Smyril sérstakur að því leitinu til, að hann er lika með bílainnkeyrslur á hliðunum og getur þar af leiðandi lagst að hvaða bryggju sem er (enda þótti mér frábært að geta keyfrt beint umborð í Smyril, án þess að panta eða standa í biðröð, enda tekur Smyril á þriðja hundrað bifreiðar og milli 800-1000 farþega í sæti, þrátt fyrir að það sé bara 115 metrar á lengd).
Varðandi Þorlákshafnar höfn, hafa menn verið að stækka hana mikið undanfarin ár og eiga eftir að stækka hana mun meira, ef álvershugmyndir þeirra verða að raunveruleika. Þar fyrir utan, þá vill ég frekar að við Íslendingar hendum nokkur hundruð milljónum í að stækka Þorlákshafnar höfn, frekar heldur en að byggja Bakkafjöru höfn fyrir nokkra milljarða, sem samkvæmt því sem sumir eldri og reyndari sjómenn en ég segja, muni aldrei verða sú samgöngubót, sem eyjamenn vonast eftir.
Kv.
Georg Eiður Arnarson, 14.10.2007 kl. 19:57
Þú segir að þú viljir sambærilegt skip og smyrill sem er 115 metra langur, þannig að hann kemst ekki inní höfnina eins og hún er og ef ég man rétt þá er Hejólfur rúmir 70 metrar og höfnin í þorlákshöfn gerð fyrir 105 metra og skipstjórar Herjólfs segja að erfitt væri að koma stærra skipi þarna inn en samt hafa þeir um 30 metra að hlaupa þannig að ef það kæmi skip sem er 115 metra langt þá þarf nú aldeilis að stækka höfnina þarna og eins og þú segir ef að þessir álversdraumar hjá þeim ganga upp þá sé þetta ekkert vandamál en eigum við að treysta á að eitthvað álver komi þarna til að við komum stærra skipi þarna inn ? Mér persónulega finnst glapræði gagnvart okkar byggð að hverja til þess að það komi stórskipahöfn í þorlákshöfn því ég held að ef það komi stórskipahöfn þarna þá sé það dauðadómur fyrir framtíð hafnarinnar í eyjum.
Hjölli (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:39
Sæll Hjölli,það er hægt að þrefa fram og aftur um þetta en mín skoðun er að ég vil frekar leggja nokkur hundruð miljónir í Þorlákshafnar höfn heldur en marga miljarða í Bakkafjöru. Að meðaltala er ófært í Þorlákshöfn c,a 2 daga á ári en verður að öllum líkindum aldrei minna en 30 daga á ári í Bakkafjöru. Hinu hef ég svarað áður. kv.
Georg Eiður Arnarson, 15.10.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.