14.10.2007 | 20:25
Bakkafjara, bæjarstjórinn og Vestmannaeyjar
Nokkur atriði langar mig að bæta við í umræðunni um Bakkafjöruhöfn. Síðastliðinn vetur las ég á bloggsíðu bæjarstjórans okkar, að ef í ljós kæmi, að ófært væri oftar en 4-7 daga á ári, þá væri Bakkafjara ekki valkostur (þetta sama sjónarmið hef ég heyrt hjá fulltrúum V-listans). Það sem af er þessu ári, eru komnir liðlega 30 dagar, þar sem ófært er í Bakkafjöru vegna sjógangs (samkvæmt upplýsingum í skýrslu Gísla Viggóssonar, þá á að miða við 3,7 metra á Bakkafjörudufli). Febrúar og mars voru mjög erfiðir og mjög oft ófært og skrifaði ég mjög oft um Bakkafjöru, ófært. Síðastliðið sumar átti ég samtal við einn úr kunningjahóp bæjarstjórans sem tjáði mér nýjustu skoðun bæjarstjórans. Sú skoðun er á þann veg, að bæjarstjórinn gerir sér vonir um að ekki verð ófært oftar en c.a. 5-7 % að jafnaði á hverju ári. (Eða c.a. 15-25 dagar á ári). Þarna tel ég að bæjarstjórinn sé búinn að viðurkenna það, að hann sé tilbúinn að fórna stöðugum og öruggum samgöngum (Herjólfi) fyrir þetta ævintýri við Bakkafjöru.
Margir af þeim sem ég hef rætt við um Bakkafjöru, telja það ekki vera nokkra spurningu að eitthvað meira búi að baki þessum mikla áhuga bæjarstjórnarinnar á Bakkafjöru. Það sem helst er nefnt er hugsanlegir möguleikar á því, að ef Bakkafjara gangi, þá verði kannski hægt að reisa stórskipahöfn við hliðina og stækka þar með atvinnusvæði okkar, því að í samningum um Bakkafjöru, þá er tryggt að eyjamenn komi til með að eiga 60% í höfninni. Þetta hljómar alt svolítið ævintýralega, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að í Morgunblaðinu í dag, á bls. 26 í atvinnuhlutanum, er auglýst útboð á forvali um ferjusiglingar milli Vestmannaeyjar og Bakkafjöru. Í útboðinu kemur annars fram, að ferja skuli veri í eigu bjóðanda. Stefnt er að 15 ára samningi, ferjan skuli taka að lágmarki 250 farþega og 45 bíla, og hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í verkefninu.
Það er mjög undarlegt að lesa þessa auglýsingu, því eftir því sem ég veit best, þá er hvorki byrjað að hanna eða teikna ferjuna, né heldur hafa nokkrar viðræður farið afstað við bændur á Bakka, bæði vegna hafnarinnar og þeirra vegaframkvæmda, sem augljóslega þurfa að fara þar fram.
Ég var að koma áðan af fundi smábátafélagsins Farsæls í Vestmannaeyjum. Á fundinn voru mættir 9 útgerðarmenn smábáta og var að sjálfsögðu rætt aðeins um Bakkafjöru. Ég held ég tali fyrir hönd okkar allra, þegar ég segi að þessi Bakkafjöru hugmynd sé dæmd til að mistakast og skiptir þá engu máli, hvar í flokki menn setja sig.
Ég hafði gert mér vonir um, og geri það enn, að við eyjamenn gætum haldið þessari umræðu um framtíðar samgöngur okkar utanvið pólitík, þó vissulega séu skoðanir flokkanna í Vestmannaeyjum ólíkar. Mín skoðun er því sú, að við eigum öll að fá að kjósa um þetta. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður Georg, ég man ekki hvort ég var búinn að segja þér frá því þegar ég lenti í fermingarveislu í vor með honum Jóni Bernódussyni frá Borgarhól en ég spurði hann af því hvort það sú kenning væri rétt hjá mér að skipafélöginn ætluðu sér að byggja stórskipahöfn í Bakkafjöru hann þagnaði svo ég sagði við hann að hann þyrfti ekki að svara vegna þess að staða hans hjá siglingamálastofnun yrði veik annars, þessi saga styrkir mína kenningu með fjármangseigendur það eru þeir sem ákveða þetta allt saman. Enn og aftur skil ég ekki þetta með tregann í stjórnendum landsins í sambandi við göng.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 21:11
Sæll Helgi,Ef þetta er rétt er þá ekki sanngjarnast að bæjarstjórnin komi hreint fram og viðurkenni vitneskju sína um hinar raunverulegu ástæður fyrir þessum mikla áhuga á Bakkafjöru. kv.
Georg Eiður Arnarson, 14.10.2007 kl. 21:29
Innlitskvitt á þig eyjapeyji...
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:03
Jú Georg það væri hreinskilsigslegast, en þetta hefur mig grunað og þetta er ég hræddastur við meira segja drulluhræddur því Eyjarnar verða eftir nokkur ár elli og sumarleyfisstaður.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 00:36
Þetta Bakkafjörudæmi er nú bara eitt ruglið enn til að fá frest til að gera raunverulegar úrbætur í samgöngum til Eyja.
Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2007 kl. 10:04
Elliði Vignisson bæjarstjóri hefði átt að spara stóru orðin.
Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 10:48
Sigurjón, hvaða stóru orð átti Elliði að spara? Það eina sem ég sé að hjá Elliða núna er að hann ætti ekki að spara eitt eða neitt heldur frekar að tjá sig opinberlega um nýjasta spil ríkiskaupa og vegagerðar.
Ef ekkert mun koma frá Elliða varðandi nýjustu tilboðsgöngin mun ég fara að efast um ágæti hans sem Bæjarstjóra okkar sem fyrst og fremst á að hugsa um hagsmuni okkar sem búum hér í Eyjum, þá fyrst skal ég íhuga að kaupa samsæriskenningar ykkar.
Grétar Ómarsson, 16.10.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.