18.10.2007 | 19:40
Bakkafjara
Í dag fékk ég í hendurnar þessi svokölluðu útboðsgögn vegna forvals vegna ferjusiglinga milli Vestmannaeyjar og Bakkafjöru. Ég er rétt að byrja að lesa þetta yfir, en rek strax augun í nokkur atriði í kaflanum um lýsing á ferju og siglingaleið t.d. Áður en komið er inn í höfn, þarf að fara yfir sandrif, en fyrir framan höfnina er hlið sem er 6-7 metrar dýpi, en annars staðar á rifinu er dýpið nokkuð minna. (Þetta þekkja margir sjómenn í Vestmannaeyjum og hafa margir tekið eftir því, að oft eftir verstu brælur, þá færist hliðið til).
Annað: Ferjan skal vera ekju- og farþegaskip sem getur tekið 250 farþega og 45 bíla að lágmarki. Gert er ráð fyrir að ferjan verði um 60 metra löng og 15 metra breið með 3,3 metra djúpristu, Ganghraði ferju verður um 15 sjómílur og það muni taka um 30-35 mínútur að sigla milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja (ef þetta skip á að ganga til Þorlákshafnar, þegar ófært er í Bakkafjöru, þá er það alveg örugglega ekki hægt á styttri tíma en með núverandi Herjólfi).
Það sem vekur hinsvegar mesta athygli mína er síðasta atriðið í útboðinu, þar sem stendur orðrétt: Afhending - ferjusiglingar hefjast 01.07. 2010 - 01.07.2011. Sem sé, það er búið að fresta þessu að öllum líkindum til sumarsins 2011. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Goggi.Það er mikið talað um ábyrgð í dag hverjir verða dreignir til ábyrgðar þegar klúðrið kemur í ljós í þessari svonefndu Bakkahöfn. kv Valdi
þorvaldur Hermannsson, 18.10.2007 kl. 20:43
Sæll Valdi, ef við fáum ekki að kjósa um þetta þá ætla ég að kenna bæjarstjórninni um . kv.
Georg Eiður Arnarson, 18.10.2007 kl. 20:57
Ég er bara að kíkja við og segja HÆ! Ég er eins og fávís karl þegar kemur að þessu Bakkafjörumáli
kveðjur
og knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.