20.10.2007 | 13:52
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum
Hann lifir!!!!!
Ég var farinn að efast, enda lítið lífsmark verið síðustu mánuði (sérstaklega á blogginu). Í bæjarblöðunum okkar er viðtal við bæjarstjórann vegna auglýsingar um forval vegna Bakkafjöruútboðs, þar sem hann segir:"Afar mikilvægt að vilji heimamanna komi skýrt fram." Ég hef að undanförnu verið með skoðanakönnun á blogginu hjá mér (georg.blog.is) þar sem spurt er:"Bakkafjara, já eða nei." Einnig hef ég rætt þessi mál við mikið af fólki hér í Vestmannaeyjum og þrátt fyrir það að ég hafi verið á þeirri skoðun í upphafi, að sennilega væri meirihluti eyjamanna samþykkur þessari Bakkafjöru hugmynd, en nú hinsvegar, eftir að hafa skoðað þetta mál alt síðastliðið ár, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að bæjarbúar og bæjarstjórn séu ekki samstíga í þessu máli og ítreka þá skoðun mína, að eina leiðin til að fá þetta á hreint er með kosningu.
Ég skora hér með á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum að beita sér fyrir því, að eyjamenn allir fái að kjósa um Bakkafjöru eða nýjan Herjólf. Það er það eina rétta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Ef við fáum ekki að segja okkar skoðun með kosningu, þá berum við enga ábirgð á þessu og bæjarstjórnin getur ekki sagt að hún hafi fullan stuðning eyjamanna á bak við sig. Ég ætla rétt að vona það að bæjarstjórinn svari þessari áskorun Hanna, annars gætum við neyðst til að bjóða fram í næstu bæjarstjórnar kosningum og ég vill helst sleppa við það.
Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 18:48
Sæll Georg, það getur aldrei orðið 100% fylgi á bakvið bæjarstjórn, ég held að bæjaryfirvöld viti það að það þíðir ekkert að kjósa um Bakkafjöru því ríkið er búið að ákveða höfn hvað sem við segjum hér. við virðumst ekkert hafa neitt um þetta að segja. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 19:08
Sæll Helgi, en þarf ekki bæjarstjórnin að hafa allavega 51% eyjamanna á bak við sig ?
Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 19:19
Jú Georg, borgarsjórinn í Reykjavík er ekki með það fylgi á bak við sig! kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 20.10.2007 kl. 21:22
Sæll Helgi, Ekki ertu að líkja saman fylgi borgarstjórans í Reykjavík, við fylgi bæjarstjórnarinnar í eyjum?
Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 22:42
Nei, en valdaránið er staðreynd og ég efast um að borgarstjóri hafi það fylgi sem hann ætti að hafa. Georg ég kom með þá hugmynd að við bloggarar hér í Eyjum settum allir skoðanakönnun á síðurnar okkar á sama tíma á síðunnu hans Sigursveins(Svenko), hvernig líst þér á?
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 00:47
Sæll Helgi, það er öllum frjálst að seta af stað skoðanakönnun , en formlega er minni könnun lokið, ég sting upp á því að þú og Svenni setið af stað skoðanakönnun, þú á móti og SVENNI með Bakkafjöru. Niðurstaðan hjá mér er að eyjamenn vilja fá að kjósa um þetta þannig er aðeins hægt að fá fram hina raunverulegu skoðun eyjamanna. Mér þykir verst að samkvæmt útboðsgögnunum þá verður Bakkafjöruhöfnin tilbúinn í fyrsta lagi 2011 og fram að þeim tíma á greinilega ekkert að gerast í samgöngumálum okkar. Mín skoðun er óbreitt, Stærri hraðskreiðari Herjólf strax. kv.
Georg Eiður Arnarson, 21.10.2007 kl. 12:38
Georg ertu búinn að sjá greinina hans Gísla Jónasar á mbl í dag? Hún er nokkuð góð þó að séu nokkrar staðreyndarvillur í henni hjá honum.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2007 kl. 13:48
Sæll Helgi, jú hún er ágæt.
Georg Eiður Arnarson, 21.10.2007 kl. 21:51
Ennþá betri er svargrein Jarl Sigurgeirs við grein Gísla þar sem alhæfingar Gísla eru hraktar og frábært að sjá loksins menn tala án þess að fylla greinina af ýkjum eins og Gísli gerði hér um daginn.
steini (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:31
Sæll Steini, ( ef þú heitir það) ekki er ég sammála þér eða Jarli að grein Gísla sé full af alhæfingum og ýkjum, en þetta er þá ykkar skoðun. Vandamálið er að hvorki ég né Gísli græðum nokkuð á okkar málflutningi enda snúast skrif okkar fyrst og fremst um áhyggjur okkar um að eyjamenn séu að kaupa köttinn í sekknum með þessu Bakkafjöru ævintýri og að þetta muni skaða okkur varanlega. Jarl hinsvegar er núverandi málmpípa bæjarstjórans og grein hans ekki svaraverð.
Georg Eiður Arnarson, 22.10.2007 kl. 14:34
Það er nú reyndar kallað málpípa Georg. Én ég er nú alveg fullfær um að mynda mér skoðanir sjálfur. Mér finnst þetta afskaplega lágkúruleg aðfinnsla hjá þér, en kemur mér samt ekkert á óvart miðað við skrif þín hér á síðunni. Allar skoðanir sem samrýmast ekki þínum eigin skoðunum eru annað hvort rangar eða stýrðar af einhverjum annarlegum hvötum nema hvoru tveggja sé. Skrif þín dæma sig sjálf og svona aðfinnslur hjálpa ekki upp á trúverðugleika þinn.
Jarl Sigurgeirsson. (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.