22.10.2007 | 23:33
Bakkafjara ófært = 4,2 metrar
Ég var að ná í unglinginn á heimilinu niður í Herjólf. Það var smá seinkun en samt allt í lagi segir daman. Bakkafjara er hinsvegar ófær og spáin ekki góð, kannski maður ætti að reisa hótel á bakka, gæti skilað vel í framtíðinni ef þetta ævintýri verður einhvertímann að veruleika.
Lenti á spjalli við vin minn Einir Ingólfs í Ísjakanum í dag, Einir er á móti Bakkafjöru og telur einfaldlega að við græðum ekkert á henni.
Flestir sem eru fylgjandi Bakkafjöru tala um að losna við sjóveikina en því miður svo mun ekki verða, kannski mun styttri sjóferð fara betur með fólk en það mun ekki líða á löngu áður en fólk sem er virkilega illa sjóveikt verður farið að bölva Bakkaferjunni. Margir hafa talað um stækkun á atvinnu svæði eyjamanna, það væri svo sem hægt að taka undur það ef að einhver stóriðja væri á suðurlandi en svo er því miður ekki.
Ég skora á bæjarstjórn eyjamanna að láta kjósa á milli Bakkafjöru eða stærri Herjólfs. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Georg heldur þú að Bakkafjara væri fær núna í kvöld, ég var með Herjólfi í kvöld og það var ekki gott í sjóinn, ég er viss um að Bakkafjara sé ófær í kvöld. Þetta með hótelið á Bakka er góð hugmynd. Kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.