23.10.2007 | 21:53
Bakkafjara ófært = 3,9 metrar
Ef tekið er mið af reynslu þeirra sem unnu við að leggja síðustu vatnsleiðsluna , þá er búið að vera ófært í Bakkafjöru alla þessa viku. Ef tekið er mið af skírslu Gisla Viggóssonar þá var ófært frá kl 1800 í gær fram að hádegi í dag og nú er aftur orðið ófært.
Sigursveinn Þórðarson fer mikinn á bloggi sínu og finnur okkur sem viljum ræða samgöngumál eyjamanna á opinskáan hátt allt til foráttu. Eftir að hafa lesið vel og vandlega yfir þá varð ég frekar dapur því ekki er eitt einasta orð í skrifum hans satt og mjög dapurlegt að hann skuli reina að draga umræðuna niður í einkvað pólitískt skítkast.
Svenni minn þú veist betur, þú hefur ítrekað reynt að gera lítið úr skoðunum mínum og þeim fjölmörgu eyjamönnum sem nú þegar hafa tekið þátt í skoðanakönnunni minni um Bakkafjöru já eða nei. Liðlega 54 % eyjamanna segja nei við Bakkafjöru, það er að mínu mati nægilegt til að gera skrif þín hlægileg en að öðru leiti ekki svaraverð. Þinn vinur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll vinurinn, hvar get ég fundið þessar tölur úr duflinu við Bakkafjöru er búinn að leita að þessu lengi
Kjartan Vídó, 23.10.2007 kl. 22:00
Sæll kjartan Vídó, ég get sagt þér slóðina á siglingamálastofnun en hún er :http://vs.sigling.is/pages/1 gangi þér vél að finna síðunna. Kær kveðja úr Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2007 kl. 22:39
Sæll KJARTAN, já þú ferð inn á siglingastofnun og velur , veður og sjólag ,þar er nóg að klikka á eyjarnar til að fá inn duflið í Bakkafjöru. kv. PS, kl 2300 Bakkafjara= 4,2 metrar og algerlega ófært.
Georg Eiður Arnarson, 23.10.2007 kl. 23:43
Ég get nú ekki alveg tekið undir að þó svo netkosning á síðu Frjálslynda flokksins sýni 54% stuðning við helsta baráttumál þess flokks, þá megi túlka það svo að 54% allra Vestmannaeyinga séu á sama máli.
Hvað varðar pólitískt skítkast þá verð ég að segja að mér finnst þú nú vera að kasta steinum úr glerhúsi í þessu tilfelli.
Jarl Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:36
Mér finnst nú 54% ótrúlega léleg niðurstaða fyrir ykkur, könnun á síðu þar sem aðeins eru skrifaðar neikvæðar greinar um málefnið og algjörlega EIN hlið á málinu sett fram, 54% er því í raun ótrúlega léleg niðurstaða fyrir ykkur og það í gegnum könnun á síðu þar sem fram fer "halelúja" Nei við Bakkafjöru samkoma, og þessi 54% úr þessari könnun endurspeglar svo sannarlega ekki vilja 54% eyjamanna eins og þú skrifar í þessari grein þar sem aðeins kusu 320 og sú tala gæti í raun verið minni þar sem fólk getur kosið oftar með lítilli fyrirhöfn.
Steini (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:01
Sæll Goggi. Var rétt núna að sjá þetta svar þitt. Þú ættir nú að fara varlega í allt tal um pólitískt skítkast. Umræða þín er ekki málefnaleg eins og allir sjá. Hún er einhliða en það er nú svo skondið að allir sem ekki eru á sömu skoðun og þú eru með pólitískt skítkast/hafa ekker vit á hlutunum/eru að verja einhverja hagsmuni. Og þú telur þig vera málefnalegan !!
Sigursveinn , 25.10.2007 kl. 11:41
Svenni minn, ef þú fylgdist eitthvað með kosningabaráttunni í fyrravor, þá hefður þú átt að vita það að lítið eða ekkert var talað um samgöngumál, nema þá að því leyti, að klára rannsóknir vegna möguleika á göngum. Aðalmálið, sem ég var spurður um, var hvort við ætluðum að beita okkur fyrir byggjingu knattspyrnuhúss, hvaða stefnu við hefðum í atvinnumálum og aldursskiptingu skólanna. Sennilega fór ég eina 10 vinnustaða fundi og aldrei var spurt út í Bakkafjöru. Þetta átt þú að vita sem fyrrverandi fréttamaður. Skrif þín um einhvern háværan frjálslyndan hóp, sem berst hatrammlega gegn Bakkafjöru er að mínu mati dapurt, því meirihluti þeirra, sem ég hef rætt við og eru á móti Bakkafjöru eru fyrst og fremst sjálfstæðismenn. Einnig þótti mér lygar þínar, um Magnús Þór Hafsteinsson mjög dapurlegar og erfitt að útskýra þær öðruvísi sem hálfgert skítkast. Þinn vinur.
Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 19:10
Mikið rosalega er ég sammála þér Steini að 54% kosning er hrikalega döpur niðurstaða fyrir svona netkosningu á síðu þar sem eingöngu er neikvætt um bakkafjöru og svo er annað í sambandi við netkosningu að þú Georg talar alltaf um að 300+ vestmannaeyingar séu búnir að kjósa en hvernig veist þú hvaðan fólkið er sem er að kjósa hérna inná þessari síðu????
hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:54
Sæll Hjölli, ef þú lest yfir þar sem ég vitna í marga eyjamenn, þá hlýtur þú að sjá að ég tala við alla alveg sama á hvaða skoðun menn eru. Mér sýnist líka vera nóg af pennum til að rakka niður mínar skoðanir, ég hef reynt að svara öllum eftir bestu getu en tek það fram að ég er eingin sérfræðingur um Bakkafjöru ekki frekar en þú en hef þó stundað sjómennsku á þessu svæði í 20 ár.
Skoðanakönnunin hjá mér er fyrst og fremst tilraun til að leifa eyjamönnum að segja sína skoðun,og að gefnu tilefni ég hefði fyrirfram ekki trúað því að meirihluti eyjamanna væri á móti Bakkafjöru. Svo Hjölli endilega talaðu með Bakkafjöru og bentu fólki á að kjósa. kv.
Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.