Bakkafjara = 3,5 ófært

Enn er ófært en kannski verður fært seinna í dag , eða á morgun , eða hinn ?

Ég er búin að sjá óskalista bæjarstjórnarinnar og svar Róberts Marshall. Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki miðað við 3.6 sem ófært ?

Miðað við það þá er búið að vera fært síðan 19 í gær til 14 í dag fyrir utan eina mælingu sem er 3.61 kl 11 í morgun, svo er ófært kl 15.16.17 og 18 í dag. Eins og þú skrifar hérna inn þá er eins og það sé búið að vera ófært alla daga allan daginn í marga daga og það er einfaldlega ekki rétt hafa þetta rétt það sem menn setja fram og reyna að halda umræðunni á réttu nótunum. Þetta eru alltof miklar staðreyndarvillur að halda því fram að það sé búið að vera ófært í marga daga.

Þegar ég var að vinna niðrá herjólfsafgreiðslu þá tók ég saman þegar ferðirnar voru að falla sem mest niður um jólin hjá Herjólfi að þær ferðir sem voru að falla niður að þá hefðu færri ferðir fallið niður í bakkafjöru, eða s.s þá hefði verið hægt að komast í bakkafjöru einhvern tímann á hverju kvöldi sem þetta féll niður.

Og eins og skipstjórinn á Herjólfi hefur bent mér á þá er auðveldara að ákveða með 30 - 60 mínútna fyrirvara hvort þau mundu fara í bakkafjöru en 4 tíma þarf til að ákveða hvort farið sé í þorlákshöfn. 

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:14

2 identicon

Og núna kl 19 er orðið fært aftur samkvæmt duflinu. 

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:06

3 identicon

Og núna kl 20 þennan dag er duflið í 2.81 þannig að nú er fært.

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til Hamingju með það Hjölli minn, vonandi verður þetta bara í lagi en ég hefði frekar kosið að í sumar hefðu verið hafnar siglingar á nýjum og hraðskreiðari Herjólf, frekar heldur en að bíða 4 ár í viðbót eftir einhverju sem sumir sem ég hef tekið viðtal við spá að verði eitthvert mesta klúður í sögu Vestmannaeyja, en ég hef ekki viljað taka svo sterkt til orða. kv.

 PS, sumir sjómenn vilja meina að þegar duflið fer snögglega niður þá sé aldan einfaldlega farin að brjóta og mælist því ekki?

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hjölli, nei samhvæmt skírslu Gísla Viggóssonar á að miða við 3,5, en bendi á það sem ég skrifaði hér á undan.

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 21:49

6 identicon

Já það var líka sagt um hvalfjarðargöngin að þetta yrðu mesta klúður íslandssögunnar.

Já sumir sjómenn segja þetta en hvað hafa þeir fyrir sér í því ? Er það þeirra tilfinning eða eru þeir búnir að gera einhverja rannsókn á því ?

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hjölli, ekki ætla ég að líkja saman hvalfjarðargöngunum og Bakkafjöru.  Ekki þekki ég þessi göng en ég hef hinsvegar margsinnis verið á veiðum upp í fjöru bæði fyrir utan og innan rif. Ekki ætla ég að rengja skoðanir sjómanna enda þekkja þeir flestir fjöruna miklu betur en þú. Hjölli minn þú ættir kannski að lesa skírsluna hans Gísla Viggóssonar, það var fyrst og fremst hún sem kveikti efasemdir um þetta hjá mér. kv.

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband