Bakkafjara

Nokkur umræða hefur spunnist um þetta svokallaða öldudufl við Bakkafjöru. Í skýrslu Gísla Viggóssonar stendur: Ef duflið sýnir 3,5 metra er ófært. Spurningin sem vaknar síðustu daga, er hversu nákvæmt er þetta. Þessu getur enginn svarað, en eftir að ég hef sjálfur rætt við þá aðila sem unnu við að leggja síðustu vatnsleiðsluna, þar sem viðmiðið var 2 metrar, þá væri orðið ófært, þá velti ég því fyrir mér hversu nákvæmt þetta dufl er, og á spjalli mínu í dag við einn af okkar reyndustu skipstjórum, þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að duflið væri ekki marktækt, vegna þess, að það myndi aldrei sýna brot t.d. Þessa athugasemd hef ég heyrt frá mörgum sjómönnum, en hef ekki getað tekið afstöðu til hennar sjálfur.

Í dag fór ég að heimsækja Guðjón Hjörleifsson og barst talið að sjálfsögðu að Bakkafjöru. Guðjón er að sjálfsögðu fylgjandi þessu, enda unnið að þessu í mörg ár. Hann hefur ekki áhyggjur af höfninni eða sjógangi (enda ekki sjómaður) einu áhyggjur Guðjóns snúa að því, hvort og hvernig gangi að græða upp sandana.

Inni á skrifstofu Guðjóns var einn af okkar reyndustu skipstjórum sem hefur verið á loðnubátum frá eyjum í 30 ár, Ólafur Einarsson, oftast kenndur við Kap VE. Óli er nýbúinn að taka við nýju Álseynni hjá Ísfélaginu. Ólafur er á móti Bakkafjöru og ætla ég hér að reyna að útskýra hans sjónarmið. Margir sem eru fylgjandi þessu, hafa talað um hversu vel hafi tekist til við hönnun og byggingu á Þorlákshafnarhöfn. Ólafur hefur nokkrum sinnum landað í Þorlákshöfn og hefur ekki fagrar sögur þaðan. Sandurinn er það gríðarlega mikill inn höfnina, að yfirleitt, þegar hann hefur verið sendur þangað, þá reynir hann að stilla sig inn á að vera rétt fyrir háflóð, en hefur samt oftsinnis tekið niðri í höfninni og eftir því sem Ólafur segir, þá sé vandamálið það mikið, að hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn séu í stöðugum samningarviðræðum við ríkið um að reyna að fá frekari fjármagn, til að geta hreinsað út úr höfninni svo vel sé. Ólafur las kafla í skýrslu Gísla Viggóssonar (sem ég hef ekki séð) þar sem fram kemur áætlaður kostnaður við að dæla sandi úr Bakkafjöruhöfn og eftir því sem Ólafur segir, þá myndi það fjármagn sennilega ekki duga nema rétt til að ryðja veginn niður að bakkafjöru einu sinni. Mér þótti þetta spjall við Ólaf nokkuð merkilegt, en ætla mér ekki að dæma um hans skoðanir.

Í dag var birt opinberlega í fyrsta skipti óskalisti Bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ég get ekki sagt annað en að vonandi fáum við allar okkar óskir uppfylltar, en mér þykja þó viðbrögð Róberts Marshall benda til þess, að svo verði ekki. Nú er bara að vona að bæjarstjórinn nái góðu taki á honum og snúi hann niður.

Ég hef reynt eins og ég get að halda þessum skrifum mínum (og annarra) frá því að vera talin einhverskonar pólitík, enda finnst mér samgöngumál okkar miklu mikilvægari heldur en eitthvað pólitískt kjaftæði. Margir stuðningsmenn Bakkafjöru hafa hinsvegar ítrekað reynt að skrifa um þetta sem pólitík og jafnvel ítrekað talað niður skoðanakönnunina hjá mér og sagt að það þurfi ekki að kjósa, en því er ég ekki sammála. Ég minni á skoðanakönnunina, það eru aðeins 5 dagar eftir til að kjósa, svo endilega takið þátt.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er alltaf rætt um að við eigum að hlusta á menn með reynsluna sem ég er svosem sammála uppað vissu marki en ef við hugsum aftur í tímann að ef að það hefði alltaf verið hlustað á mennina með reynsluna hefðu þá orðið einhverjar framfarir ef að aldrei neitt nýtt hefði verið reynt? værum við þá ennþá að gríta steinum í dýr til að veiða okkur til matar?

Kannski soldið ýkt dæmi en hugsið þetta ef að alltaf væri hlustað á reynslumeiri menn þá væri t.d jörðin enn flöt því reynslumeiri menn héldu því fram og þá væri Goggi hræddur um að sigla framaf jörðinni

Hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:02

2 identicon

"Og að gefnu tilefni þá skal það tekið fram að ef skoðanir Frjálslyndra og óháðra frá síðustu bæjarstjórnarkostningum hefðu náð fram að ganga, þá hefðum við sennilega fengið nían Herjólf núna í sumar í staðin fyrir að þurfa en að bíða í allavega 4 ár í viðbót eftir einhverju sem eingin veit hvernig mun reynast."

Þetta er engin pólitík er það?

Jarl Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þennan brandara Hjölli;  Eitt gleimdi  ég að nefna úr spjalli mínu við Ólaf Einarsson, óli spáir því að ef þetta klikki þá muna það endanlega rústa allri byggð í eyjum. Ekki þori ég að taka svona djúpt í árinni en segi bara þetta, mikil er ábirgð Bæjarstjórnarinnar. kv.

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Jarl, þetta var vissulega stefnan en um hana var ekki kosið í fyrra, en þetta er mín skoðun. Ekki tel ég mig vera einkvað sérstaklega pólitískan mann Jarl , en kannski er ég einmitt í Frjálslynda flokknum útaf mönnum eins og ykkur íhaldsmönnum í eyjum, því mér finnst þið oft taka skoðanir flokksheildarinnar fram yfir hagsmuni ykkar eigin bæjarfélags, en endurtek þetta er mín skoðun .kv. 

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 21:43

5 identicon

Já það sem Óli segir um byggð Vestmannaeyja getur staðist að ef þetta klikkar illilega þá gæti það rústað byggð okkar í eyjum. En það eru líka allmargir sem segja að það muni rústa byggð í eyjum eða allavegna valda því að Vestmannaeyjar verði orðnar undir 3000 íbúum eftir einhver ár ef að ekkert verður að gert í samgöngum og þá er ekki verið að tala um annað skip í Þorlákshöfn því annað skip í Þorlákshöfn það er enginn samgöngubót sem vert er að tala um því okkur vantar orðið sóknarfæri í eyjum það er ekki bara hægt að reyna að sækja á í fiskveiðum því alveg sama hvað menn reyna þá vill unga fólkið ekki vinna í fiski né vera á sjó sem þú sem sjómaður hefur væntanlega tekið eftir því það er sáralítil endurnýjun á mannafla á skipum meðalaldurinn hækkar stöðugt þar, og ef það á að sækja á annarsstaðar en í fisknum þá þurfum við byltingu í samgöngum þannig að ef að dómsdagsspá Óla gengur eftir og byggð leggst af þá því ver og miður þá mundi það gerast líka með nýjan og hraðskreiðari Herjólf líka því eins og þú væntanlega veist þá er stöðugt að fækka hér og hefur verið í 10-15 ár allavegna og nálgumst við hratt að fara að missa ríkisþjónustu því við förum að verða svo fá, og það var nú aldeilis talað um góða samgöngubót að fá þennan Herjólf sem við erum með núna en samt er búið að fækka statt og stöðugt síðan hann kom.

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:45

6 identicon

Já ég gleymdi einu þú talar um að Óli hafi margoft verið að taka niðrí Þorlákshöfn á kapinni og þetta er höfnin sem þú vilt fara að sigla stærra skipi inní ? Eða eru þeir hjá siglingastofnun nógu góðir í útreikningum til þess að breyta þorlákshöfn þannig að hún taki stærri Herjólf s.s 110 metrana svipað og smyrill og reikna út sandburð og annað til þess að hann fari nú ekki að taka niðri eins og kapin því þetta skip þarf að vera þarna inni á háfjöru jafnvel, en þeim er ekki treystandi til að reikna dæmið út í bakka ?

Er þetta ekki að nálgast öfugmæli hjá þér ? 

hjölli (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:52

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hjölli, jú þetta er rétt hjá þér það þarf að setja meiri pening í ÞORLÁKSHÖFN, en miklu minna heldur en þarf að setja í Bakkafjöru. Og ég nefndi ekki Kap sérstaklega , Óli hefur verið með mörg Loðnuskip og mér dettur ekki í hug að gera lítið úr reynslu hans. Óli sagði mér að miðað við það sem hann hefur séð þá er hreyfingin á sandinum í svona brælu eins og er búin að vera alla vikuna svo mikil að valla hefðist undan að moka út. Fyrir utan það að hætt er við því að í svona brælu verði menn að hafa einhverskonar sértækan búnað til að koma sandinum burt því erfitt getur reynst að koma honum út úr höfninni. kv.

Georg Eiður Arnarson, 25.10.2007 kl. 23:07

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Smá leiðrétting strákar hann Óli Einars fór aldrei með Kap inn í Þorlákshöfn hann fór mjög oft með hann Faxa RE.

Helgi Þór Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband