26.10.2007 | 17:22
Bakkafjara 3,4 m
Ekki veit ég hversu nákvæmt matið er í skýrslu Gísla Viggóssonar, en kannski fært, kannski ekki.
Á eyjar.net í dag svarar vinur minn og bæjarfulltrúi V-listans, Páll Scheving nokkrum spurningum um Bakkafjöru. Kemur þar fram skoðun hans, þar sem hann segir: Þótt ófært sé í Bakkafjöru, þá mun ég leggjast gegn því, að skipið eigi þá að fara til Þorlákshafnar. Mér þykir vinur minn Páll Scheving vara tilbúinn að leggja ansi mikið undir og alveg ljóst að hann og aðrir bæjarfulltrúar sem eru sama sinnis, munu þurfa að axla þunga byrði af gerðum sínum ef þessi Bakkafjöruhöfn reynist vera mistök.
Kannski er ég bara svona kjarklaus, en ég hefði aldrei verið tilbúinn að fórna öruggum samgöngum (Herjólfi) fyrir svona ævintýri án þess að vera alveg 100% viss um að þetta gengi, svo við skulum bara rétt vona að þetta gangi alt eftir, en ég efast um það. Ítreka að skoðanakönnunin mín um Bakkafjöru já eða nei, stendur aðeins í 5 daga í viðbót. Margir hafa kosið í þessari viku, og verður spennandi að sjá, hvernig þetta endar. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eitt í þessu með Bakkafjöru Georg ef hún heppnast þá getur byggðin flust upp á Bakka eða Hvolsvöll eða ef hún klikkar þá fara allir í burt.
Helgi Þór Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 21:56
Sæll Helgi, já það eru mörg vafamálin í sambandi við Bakkafjöru, og ég endurtek, ég hefði ekki verið tilbúinn að taka þessa áhættu, og ætla rétt að vona að Elliði sé með einhvern ás upp í erminni ef þetta klikkar.
Georg Eiður Arnarson, 27.10.2007 kl. 00:49
Þá er nú eins hægt að segja Helgi að ef að það sé svona góð samgöngubót að fá nýjan og stærri Herjólf í Þorlákshöfn að þá flytjist byggðin til Þorlákshafnar eða Reykjavíkur þetta er skelfilega slöpp rök Helgi að ef að þetta verði góð samgöngubót þá fari allir héðan.
hjölli (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.