Róður á Blíðu og fleira

Mig langar að byrja á því að þakka öllum sem hafa skrifað á síðuna hjá mér síðastliðna tvo sólarhringa og þá sérstaklega vini mínum Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Fór á sjó í fyrradag með 14 bala. Þetta var fyrsti róður hjá mér í 11 daga. Veðrið var frekar dapurt og mikill sjór. Kannski er besta lýsingin sú, að um morguninn var suðaustan átt með éljum, en upp úr hádegi var komin hvöss norðanátt. Afli var ágætur, eða um tvö tonn. Í gær fór ég svo með 11 bala og var veður þá mun betra, eða hægur vindur og sjólítið. Afli þá var tæp 1800 kg, mest ýsa.

Meðan ég var að landa úr fyrri róðrinum, komu ótrúlega margir í spjall og var umræðuefnið undantekningalaust Bakkafjara. Langar mig að nefna nokkra: Beggi í Skuldinni, Hallgrímur Rögnvaldsson, Haukur á Reykjum, Þór Engla, Jóhannes Esra og fleiri. Allir þessir menn eru á móti Bakkafjöru og varð Þóri Engla á orði að við ættum hreinlega að krefjast þess að fá að kjósa um þetta.

 Einn af þeim sem komu á spjall við mig situr núna í bæjarstjórninni sem fulltrúi V-listans. Kom hann með kenningu, sem ég hef nokkrum sinnum heyrt áður en ekki viljað skrifa um. Kenningin er sú, að fyrir tveimur árum síðan hafi fyrrverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, samið um það við íhaldsmenn í innsta kopp í Vestmannaeyjum, að farið yrði í Bakkafjöruna. Ég hef ekki viljað setja þetta fram, vegna þess einfaldlega að ég trúi því ekki að menn hafi samið um þetta, svona löngu áður en skýrsla Gísla Viggóssonar lá fyrir og ætla bara rétt að vona að þetta sé bara kjaftasaga. Í bili ætla ég ekki að nafngreina þennan mann sem sagði mér þetta, en við vitum öll, að það koma bara þrír til greina. Þennan sama aðila spurði ég líka út í, af hverju þeir hefðu ekki krafist þess, að kosið yrði um málið hjá bæjarbúum. Sagði hann mér, að þeir V-lista menn hefðu lagt fram tillögu um kosningu síðastliðið vor, en meirihlutinn hafnað henni.

Aðeins í sambandi við góð skrif hjá Magnúsi Þór, Jarli og Hjölla hér á undan. Jarl nefndi nokkrum sinnum að Bakkafjara yrði mikið lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna. Ég hef átt ýtarlegt samtal við tvo ferðaþjónustumenn hér í eyjum, sem eru mjög framarlega í flokki, en báðir tóku það fram, að þeir vildu ekki láta nafngreina sig. Annar þeirra sagði mér, að hann ætlaði fyrst og fremst að vinna með þeim sem hér ráða, en hann hefði ekki nokkra trú á Bakkafjöru og væri á þeirri skoðun, að þegar menn væru búnir að átta sig á þessu klúðri, þá yrði farið á fullt að finna nýjan Herjólf.

Hinn orðaði þetta þannig, að hann hefði ekki nokkra trú á því, að ferðamenn sem væru komnir til Reykjavíkur færu að gera sér rútuferð austur á Bakka til að fara síðan í skip sem kannski færi og kannski ekki.

Ég er sjálfur á þeirri skoðun, að þó að það sé mikil freisting að orða hlutina þannig að með Bakkafjöruferjunni sé hægt að fara þegar manni hentar, þá er alveg ljóst, að yfir háannatímann, þegar jafnvel 2-300 bifreiðar og tjaldvagnar vilja koma hingað á sama deginum, þá er alveg ljóst að ekki komast allir með og ekki ólíklegt að þeir sem þurfa að bíða lengst, verði búnir að gefast upp og fara eitthvað annað. Ef við erum að tala um 45 bíla skip, og inni í þeirri tölu sé líka pláss fyrir gáma, þá má reikna með að skipið flytji ekki nema hámark 30-40 bíla í ferð. Það þýðir að með 6 ferðum næði í mesta lagi einhverstaðar í kringum 200 bílum, en með Smyrli hinsvegar sem tekur 200 bifreiðar í ferð, þá er ljóst að með 3 ferðum, væri hægt að flytja liðlega 500 bíla yfir daginn. Hugnast mér sú lausn mikið betur til að rífa upp ferðaþjónustuna, en um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir.

Að lokum þetta; það er einn sólarhringur eftir í skoðanakönnuninni hjá mér Bakkafjara já eða nei. Er ég núna farinn að skilja betur hversvegna bæjarstjórnin þorir ekki kosningu, því að bæði bendir skoðanakönnunin og allur sá fjöldi fólks sem hefur komið að máli við mig undanfarnar vikur til þess að bæjarstjórnin myndi tapa þeirri kosningu.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Georg ég skil ekki alveg hvað þér finnst svona gott með þessa skoðanakönnun því eins og er búið að benda á hérna annars staðar á síðunni þá telst það varla góð úrslit úr kosningu sem þessari að fá rétt rúmlega 50% nei við bakkafjöru inná bloggsíðu sem talar eingöngu á móti bakkafjöru, og eins og ég benti á annars staðar þá því ver og miður er ekki hægt að taka mark á kosningu þar sem nóg er að deleta cookies til að kjósa aftur alveg sama hvað þú trúir að fólk sé heiðarlegt og kjósi bara einu sinni þá virkar það ekki svoleiðis hjá öllum sumum er alveg sama hvernig niðurstaða fæst í málið bara að það komi niðurstaða sem þeim líkar

En að öðru sem þú bentir á hérna fyrir ofan um mennina sem komu á bryggjuna að spjalla við þig um bakkafjöru þetta eru allt menn sem eru á besta aldri s.s komnir á efri árin án þess að ég ætli mér að móðga neinn með því, en mér finnst þetta nefnilega svolítið skiptast þannig að unga fólkið vill bakkafjöru eða meirihlutinn af unga fólkinu sem ég þekki og spjalla við en eldra fólkið vill halda í það sem við höfum núna s.s þorlákshöfn, eða allavegna meirihlutinn af eldra fólkinu.

En þetta finnst mér svolítið lýsa hvernig staðan er í eyjum, yngra fólkið vill taka þessa áhættu því að þeim finnst að ef að það eigi að hjakka í sama farinu s.s þorlákshöfn þá muni restin af unga fólkinu flytja frá eyjum og þetta samfélag sem okkur þykir svo vænt um muni lýða undir lok allavegna eins og við þekkjum það. Að sjálfsögðu munu Vestmannaeyjar ekki leggjast í eyði en ef að ekkert breytist í þessari þróun þá mun þetta verða smábær með um 2000-3000 íbúa áður en um langt líður og vera sumarbústaðir fyrir fólkið uppá landi, eða allavegna er þetta mín skoðun.

Það verður að prófa eitthvað nýtt þess vegna segi ég já við bakkafjöru.

hjölli (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hjölli, það er gott að þið bræður eruð alveg sammála, og já á meðan ég man, takk fyrir þín atkvæði.  Það er til málsháttur sem á vel við þig:  Það sem ungur nemur gamall temur, þú  ættir kannski að hlusta betur á þá sem eldri og reyndari eru.  Vonandi færðu allar óskir þínar um Bakkafjöru uppfylltar, en mér seigir svo hugur að þetta verði hörð magalending hjá þér. kv.

Georg Eiður Arnarson, 30.10.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er virkilega til svona "einfalt" fólk, þeir vilja prófa eitthvað nýtt og segir þá já við einhverri tilraun, sem miklar líkur eru á að mistakist og hvað þá?

Jóhann Elíasson, 30.10.2007 kl. 22:43

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Jóhann, já því miður er það víst þannig með unga fólkið að það vill frekar reka sig á heldur en taka mark á þeim eldri og reyndari. kv.

Georg Eiður Arnarson, 30.10.2007 kl. 22:54

5 identicon

Georg hvar reyndir þú að byggja svona höfn ? Og eins og ég hef sagt áður að ef að alltaf væri hlustað á eldri og reyndari menn en ekki reynt eitthvað nýtt þá væru engar framfarir og þannig er það nú bara og með fullri virðingu fyrir þér Georg þá treysti ég menntuðum og færum vísindamönnum miklu betur en þér til að taka þessa ákvörðun þar sem þú hefur akkurat enga reynslu af hafnarmannvirkjum þó þú hafir örruglega róið á trillunni nálægt fjörunni þá er ekki verið að tala um að sigla uppí fjöruna á hjólabát heldur á að koma höfn þarna.

Þið minnið rosalega mikið á svartsýna fólkið í hvalfjarðargöngunum og sem betur fer var nú ekki hlustað á svartsýna fólkið þar heldur var þar fólk sem þorði að taka áhættu og aldeilis hefur hún borgað sig svo um munar.  

hjölli (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:31

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu Hanna.

Georg Eiður Arnarson, 31.10.2007 kl. 06:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hjölli!, þú ert búinn að segja frá því hvað eigi að gera til þess að geta kosið oftar en einu sinni í könnuninni hjá Georg, kannski þú getir frætt okkur um það hve oft þú ert búinn að kjósa.  Ekki eru eingöngu þeir sem eru á móti Bakkafjöruævintýrinu óheiðarlegir.

Ekki þurfa menn að vera búnir að byggja margar hafnir til þess að hafa skoðun á þessu máli og það hefur sýnt sig að sérfræðingarnir geta líka gert mistök.  Ef þú hefur ekki annað en svona barnaleg rök og lélegan eða jafnvel engan rökstuðning ættir þú að hugsa þig vandlega um áður en þú ferð að tjá þig (mér fannst nú heldur fátækleg rökin hjá þér þegar þú varst að "svara" Magnúsi Þór og get ég ómögulega gert að því að oft á tíðum hefðuð þið Jarl Sigurgeirsson betur sleppt því að svara).

Jóhann Elíasson, 31.10.2007 kl. 12:37

8 identicon

Hjölli, ég held að það sé best að hætta að hlusta á þá sem hafa áralanga menntun á bakinu og ára langa reynslu í hafnargerð og hlusta frekar á Jóhann, hann er greinnilega einn af þessum sem fæðist með hafnargerðarsnilld í vöggugjöf, ég bara skil ekki bæjarstjórn að hlusta ekki á svona mann og eyjamenn yfir höfuð því hann veit allt um hafnargerð og veit líklega manna best um allt.

En að niðurrifspistli Georgs, þú nefnir "Hinn orðaði þetta þannig, að hann hefði ekki nokkra trú á því, að ferðamenn sem væru komnir til Reykjavíkur færu að gera sér rútuferð austur á Bakka til að fara síðan í skip sem kannski færi og kannski ekki" , má ekki gera skónna að því að til séu símar í Reykjavík? Væri ekki í lófa lagið að taka þá upp tólið og hringja útá bakka til að athuga með færð áður en lagt er í hann? Hvernig er það t.d þegar menn ætla að leggja í hann á bíl til Akureyrar frá Reykjavíkur yfir hávetur, athuga menn ekki oftast með færðina áður??? 

Svo má nú gera ráð fyrir því að yfir sumarmánuðina (sem að er jú aðal ferðamannatíminn )verði að öllu jöfnu fært með bakkafjöruferjunni 

Annars er alveg ótrúlegt hvað sumir reyna að seilast langt til að tala þetta niður, vitna í þennan vin sinn sem segir þetta og hinn sem segir hitt án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því, á kannski að láta þetta verkefni ráðast af bryggjuspjalli Georgs? Eða eigum við að láta þetta verkefni ráðast af því að bíll valt á hellisheiðinni? Ætla menn að nota umferðina á hellisheiðinni sem ein af meginástæðunum að fara ekki í þetta? Ef fólk þorir ekki í gegnum hellisheiðna á bíl eða rútu þá hefur það nákvæmlega ekkert að gera í bílageðveikinni í Reykjavík.

Annars væri gaman að sjá menn svara Jarl á málefnalegann hátt það hefur enginn hingað til gert endan hafa þeir kannski ekki rökin með sér í þeim efnum.

En ég tek undir þetta með þér Hjölli, ef það væri alltaf hlustað á svartsýnustu menn þá byggjum við ennþá í torfkofunum.  Svi er ótrúlegt að maður þurfi að lesa það í blöðum bæjarins þar sem fullorðnir menn skrifa á móti bakkafjörunni að reyna að ljúga að sjálfum sér og um leið öðrum með t.d tímann á akstri frá þorlákshöfnn til REY vs Bakka til REY, ef menn þurfa að ljúga til þess að reyna finna rök á móti þessari framkvæmd þá eiga þeir að sleppa því að tjá sig um þetta.

Steini (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:07

9 identicon

Jóhann minn til hvers ætti ég að benda á þetta ef ég ætlaði að kjósa oftar en einu sinni væri þá ekki bara betra fyrir mig að kjósa endalaust í þessu og skjóta þessa könnun niður hjá honum. En mér dettur það ekki í hug enda hef ég ekkert á móti umræðum um þetta er bara að benda á þetta með könnunina hvort væri ekki betra að standa að þessu á betri máta.

Og í sambandi við það að menn þurfi ekki að hafa byggt margar hafnir til þess að hafa skoðun á þessu og þar er ég alveg sammála en menn eru að segja það hérna að það eigi að hlusta á menn með reynslu og fara eftir því og ég hef ekki heyrt neinn sem akkurat hefur reynslu af því að byggja hafnir mótmæla þessu þannig að þau rök hjá ykkur falla um sjálft sig er það ekki ? Þar sem menn hjá siglingastofnun akkurat hafa þessa reynslu að byggja hafnir.

Og enn ein þversögn hjá þér þar sem þú kvartar yfir því að menn megi hafa skoðun á þessu eins og ég er hjartanlega sammála en svo kemurðu með það sem er þversögnin þar sem þú biður mig og Jarl að sleppa því að svara er það vegna þess að við erum ekki sammála þér, megum við ekki hafa okkar skoðanir ?

En Steini ég er svo hjartanlega sammála þér með það að verið er að seilast asskoti langt í að reyna að tala þetta niður með lélegum rökum eins og velta á hellisheiði og að fjarlægðin sé 2 tímar.

Svo skal athuga með ferðatímann að ég ferðast alveg asskoti mikið með herjólfi og oftar en ekki stenst ekki áætlun s.s 2 tímar 45 heldur er það 3 tímar og rúmlega það asskoti oft.

Hjölli (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:56

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hjölli, þú verður að fara rétt með ég sagði ykkur Jarli aldrei að sleppa því að svara ef þið væruð ekki sammála mér,  heldur ef þið gætuð ekki rökstutt mál ykkar. 

Jóhann Elíasson, 31.10.2007 kl. 15:09

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar og rólegan æsing , þetta er nú allt svona að mestu leiti málefnalegt þótt menn séu ekki sammála. Ég er bara í kaffi, en langar að svara athugasemd Steina, ég hef margsinnis lent í því að það bræli á nokkrum mínútum og er ansi hræddur um að þótt fólk geti hringt úr bænum þá er alveg ljóst að þar með er ekki öruggt að það verði fært þegar á Bakka er komið. 

 Mér hefur stundum fundist erfitt að útskíra fyrir fólki sem ekki er á sjó mína afstöðu , en nú veit ég ekki við hvað þú starfar Steini.

Ég ætla að biðja þig vinsamlegast um að vanda betur þín skrif Steini og ekki vera með leiðindi, mér þætti það miður að þurfa að henda út þínum skrifum því hér vill ég að allir geti sagt sína skoðun, eigum við ekki bara að segja að þú sért svona á gráu svæði. kv.

Georg Eiður Arnarson, 31.10.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband