1.11.2007 | 22:51
Róður á Blíðu
Fór á sjóinn í gærkvöldi kl. 20 til þess að ná róðri áður en aftur kæmi austan bræla (núna eru austan 35). Veður var frekar leiðinlegt, norðan stinningskaldi, en sjólítið. Ég var með 10 bjóð og lagði eins og fallið gaf til, í vestur og norðvestur á aðfalli, en norðanáttin var það sterk, að á fyrsta tengli fékk ég hálft bjóð í haug á færinu og var ég í raun heppinn að fá ekki línuna í skrúfuna. Afli reyndist vera liðlega 1100 kg og var ég kominn heim hálf níu í morgun.
Það sem vakti mesta athygli mín í róðrinum, er að þrátt fyrir að það sé alþekkt að í myrkrinu veiðist fyrst og fremst ýsa, þá fékk ég rúmlega 100 kg af boltaþorski, þrátt fyrir að hafa ekki verið á þorskslóð. Eitthvað segir mér, að vertíðin verði okkur, þessum kvótalausu, erfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.